Mysterium

(4 umsagnir viðskiptavina)

7.230 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2-7 leikmenn
Spilatími: 42 mín.
Höfundur: Oleksandr Nevskiy, Oleg Sidorenko

Á lager

Vörunúmer: SPSF6-29564 Flokkar: , , Merki:

Lýsing

Árið 1922 bauð Mr. MacDowel, þekktur stjörnufræðingur, hóp miðla til sín í von um að leysa ráðgátuna um hvað raunverulega gerðist í sveitasetrinu sínu í Skotlandi. Leikmenn hafa 7 klukkustundir til að túlka sýnir frá draug sem vonast til að muna hver það var sem myrti hann, hvar hann dó og hvernig hann var myrtur.

Þetta er samvinnuspil þar sem leikmenn eru miðlar en einn leikmaður er í hlutverki draugsins. Draugurinn lætur leikmenn hafa falleg spil sem þeir þurfa svo að túlka rétt. Mysterium er þannig líkt bæði Clue og Dixit.

Spilið inniheldur 192 gullfalleg spil sem skiptast niður í fólk, hluti, staði í húsinu og svo draumsýnir sem draugurinn notar til að koma einhverju á framfæri. Því draugurinn sjálfur má ekkert tala. Hann verður að tala með spilunum og vona að miðlarnir túlki rétt það sem hann er að segja.

 

 

 

4 umsagnir um Mysterium

 1. Sigurjón Magnússon

  Virkilega skemmtilegt spil, ratar reglulega á fölskyldu spilakvöldum hjá mér

 2. Sigurlaug

  Mjög skemmtilegt spil í anda Dixit

 3. Matthew Haynsen

  Far from my favorite deduction game. It incorporates Dixit like art cards to try to identify a murderer. The game has very limited strategy and isn’t thematic at all.

 4. Linda Björg Guðmundsdóttir

  Fínt partíspil fyrir þá sem vilja spjalla meðan þeir spila eða eru kannski ekki alveg jafn staðfastir spilarar. Samvinnuspil í anda dixit. Ágætt upphitunarspil.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þér gæti einnig líkað við…