My Little Scythe

(2 umsagnir viðskiptavina)

8.680 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 1-6 leikmenn
Spilatími: 45-60 mín.
Höfundur: Hoby Chou og dóttir hans Vienna Chou

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: STM800 Flokkur: Merki:
Skoðað: 28

spilavinir reglur a netinuMy Little Scythe er samkeppnisspil fyrir fjölskylduna, þar sem hver leikmaður stýrir 2 dýrum í litlu ævintýri í Eplaríkinu.

Til að sigra spilið þurfa leikmenn að fá verðlaun í 4 af 8 flokkum sem í boði eru. Í hverri umferð velja leikmenn hvort þeir ætli að hreyfa, leita og skapa. Þannig geta leikmenn bætt við sig í vináttu og bökum, uppfært aðgerðirnar sínar, lært töfraþulur, skutlast með gimsteina og epli til kastalans, og jafnvel tekið þátt í bökuslag.

Gangverk spilsins er byggt á hinu vinsæla Scythe. Sú útgáfa náði athygli Stonemason Games þegar hún var gefin út sem print-and-play árið 2017 (og vann svo BoardGameGeek verðlaun þess árs sem besta print-and-play spilið).

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2017 Golden Geek Best Print & Play Board Game – Sigurvegari
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla
Útgefandi

2 umsagnir um My Little Scythe

  1. Avatar of Óli Gneisti

    Óli Gneisti

    Ég spila þetta með strákunum mínum 6 & 10 ára. Mjög skemmtilegt. Eina vesenið er að stundum þarf að lesa smá ensku en það er ekki mikið

  2. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Ef þú ert að skoða þetta spil eru miklar líkur á því að þú eigir eða kannist við Scythe, svo ég held ég tali þá um það á þeim nótunum. My little Scythe er lítrík og vinaleg útgáfa af Scythe byggir að mestu leiti á öllum grunnstoðum stóra bróður síns. Það er samt búið að þynna það svo mikið að það er vel mögulegt að spila það með krökkum niður í 8 ára, en ekki án aðstoðar. Þetta er samt gegnheilt spil sem stendur á eigin fótum.
    Ég á svolítið erfitt með að setja eitthvað aldursmark á þetta spil, jú eins og ég sagði það getur vel virkað fyrir 8 ára, en 10 ára krakki gæti verið orðin of gamall fyrir þetta. Það eiginlega byggir á því að barnið eigi foreldra eða fjölskyldumeðlim sem fílar Scythe og vill sá smá áhuga hjá barninu. Það er aðeins texti í því á söguspjöldunum (encounters) sirka 25-30 orð sem eru á ensku, það er nóg til að koma krökkum í vandræði.
    Þegar ég hef spilað þetta með krökkum hef ég alltaf þurft að stýra spilinu, en þau hafa yfirleitt mjög gaman af því, ekki út af því hvernig það spilast endilega heldur fígúrunum og þemanu held ég.
    Þetta er skemtilegt spil, það á sér samt sinn stað og þeir sem hafa auga á því verða að meta það hvort að sá staður sé á þeirra heimili.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;