Meadow

8.230 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 60-90 mín.
Hönnuður: Klemens Kalicki

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: REBMEAD1 Flokkur: Merki:

Meadow er áhugavert spil þar sem leikmenn safna settum úr meira en 200 spila bunka þar sem hvert spil er gullfallegt, einstakt og handmálað. Í spilinu taka leikmenn sér hlutverk náttúruunnenda sem keppast um að vera best í að taka eftir náttúrunni í kring um sig. Til að sigra safna leikmenn spilum með verðmætustu tegundunum, landslaginu, og uppgötvununum. Ferðalagið er leitt áfram af ástríðu og forvitni um náttúruna, rannsakandi huga og löngun til að uppgötva leyndardómana í nærumhverfinu. Keppnin leiðir leikmenn að varðeldinum þar sem þau keppast um að uppfylla skilyrðin sem sett voru í upphafi ævintýrisins.

Þetta er meðalþungt spil þar sem þið skiptist á að leggja merkla (e. token) á annað af tveimur borðunum. Settu merkil á aðalborðið til að fá spil, en til að spila þeim út þá þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Settu merkil við varðeldinn til að fá sérstakar aðgerðir (sem geta hjálpað við ákveðnar aðstæður), og gefur þér tækifæri til að uppfylla skilyrði til að fá aukastig. Á meðan á spilinu stendur safnið þið spilum af engjunum og umhverfinu í kring. Í lokin sigrar það ykkar sem er með flest stig fyrir spil og hjá varðeldinum.

Meadow inniheldur líka umslög með aukaspilum sem má opna við sérstök tækifæri…

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2021 Gra Roku Prettiest – Sigurvegari
  • 2021 Gra Roku Family Game of the Year – Tilnefning
  • 2021 Golden Geek Medium Game of the Year – Tilnefning
  • 2021 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation – Tilnefning
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Meadow”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top