Lýsing
Mascarade er blekkingarleikur fyrir allt að 13 leikmenn með földum hlutverkum. Spilið reynir virkilega á athyglisgáfuna en erfitt er að fylgjast með hvaða leikmaður hefur hvaða hlutverk. Markmiðið er að enda með sem mestan pening en í hverri umferð geta leikmenn virkjað hlutverk sitt, skipt um hlutverk við annan leikmann eða athugað hvaða hlutverk þeir hafa. Hægt er að segjast vera annar en maður er en þá er líka eins gott fyrir mann að aðrir leikmenn séu ekki með hlutina á hreinu.
Virkilega krefjandi og fyndið spil.
Ásta Eydal –
Mjög skemmtilegt spil og þokkalega auðvelt spilunar en krefst mikillar lygahæfni, svo ekki sé meira sagt.
Salóme –
Snilldarspil. Hef að vísu bara spilað hollensku útgáfuna en þetta er frekar óháð tungumáli þ.a. það breytir engu. Hæfileiki til að plata og lesa í aðra spilara er mjög mikilvægur hluti af spilinu og átta sig á hvernig taktík hinna spilarana er.