Lowlands

10.860 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 50-100 mín.
Höfundur: Claudia Partenheimer, Ralf Partenheimer

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: ZMGZF002 Flokkur: Merki:

Láglendið er erfitt svæði þar sem fólk vinnur baki brotnu til að eiga í sig og á. Á hverjum degi lifir ógnin af stormi og flóði, svo fólkið hér vinnur saman í því að grafa skurði sem halda vatninu í skefjum. En þegar manneskja vinnur við að grafa skurð, þá er hún ekki að sinna dýrunum sínum og viðhalda bóndabænum. Íbúar hér þurfa í sífellu að velja á milli að sinna sjálfum sér eða samfélaginu, og aðeins þeir sem ná jafnvægi í því geta þrifist í þessu harða landi.

Í Lowlands byggir þú bæinn þinn á þessu grimma landi, safnar og eyðir afurðum til að breyta landinu í kringum þig í engi þar sem þú getur ræktað kindurnar þínar. Stækkaðu bæinn til að fá fleiri möguleika og stig sem telja til sigurs, en að hjálpa til við að grafa skurðina sem vernda alla leikmenn er líka verðlaunað. Sama hvað, þá mun flóðið koma, og ef skurðirnir eru ekki nógu djúpir, þá gæti það sópað burtu hagnaðinum þínum. Munt þú fórna bænum þínum fyrir samfélagið, eða vinna að þínum eigin hagsmunum? Valið er þitt.

Jafnvel í slæmu veðri er lífið á bænum sífelld vinna þar sem þú ert að sinna kindahjörð, auka við engin þeirra, og leita að rétta tímanum til að selja þær. Í upphafi spilsins áttu aðeins tvær kindur og lítið engi, en bóndabærinn þinn er stútfullur af möguleikum, með marga tóma reiti sem þú getur sniðið að vild eftir eigin höfði.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2019 Kennerspiel des Jahres – Meðmæli
  • 2018 Board Game Quest Awards Game of the Year – Tilnefning
  • 2018 Board Game Quest Awards Best Strategy/Euro Game – Tilnefning

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Lowlands”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top