Husch Husch kleine Hexe

(2 umsagnir viðskiptavina)

4.920 kr.

Aldur: 3ja ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Höfundur: Heinz Meister

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 601131300 Flokkur: Merki: , ,
Skoðað: 126

spilavinir reglur a netinuEinfalt og skemmtilegt minnisspil þar sem þú þarft að fljúga nornunum yfir landið til að komast að bálkestinum.

Nornirnar eru hver í sínum lit og faldar undir hattinum sínum. Þegar þú átt leik, þá kastar þú teningnum og reynir svo að muna hvar nornin í þeim lit er. Ef það er rétt, þá máttu hreyfa nornina áfram um einn reit. Svona skiptist þið á að gera þar til einhver nornanna er komin alla leið. Það ykkar sem færði þá norn, sigrar spilið.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 1994 Deutscher Spiele Preis Best Children’s Game – Sigurvegari
Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Útgefandi

Fjöldi púsla

2 umsagnir um Husch Husch kleine Hexe

  1. Avatar of Guðný Þórsteinsdóttir

    Guðný Þórsteinsdóttir

    Strákarnir mínir elskuðu þetta spil á aldrinum 3-6 ára, alltaf mikil spenna að vera fyrstur í mark

  2. Avatar of Sandra Tryggvadóttir

    Sandra Tryggvadóttir

    Mér og 4 ára dóttur minni fannst þetta spil mjög skemmtilegt. Það er mjög einfalt en krefst lúmskrar einbeitingar. Allar nornirnar eru faldar undir hattinum sínum. Svo á maður að finna þá norn sem passar við litinn á teningnum og ef maður finnur réttu nornina færir maður hana áfram um einn reit. Sá sem kemur norn að brennunni vinnur. Ef maður fær örvar á teningnum víxla tvær nornir um stað á spilaborðinu sem eykur flækjustigið.
    Við mæðgurnar byrjuðum á einfaldaðri útfærslu á spilinu og slepptum örvunum, köstuðum bara aftur ef örvarnar komu upp. Þegar við verðum betri hlakka ég til að bæta örvunum við. Mæli með.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;