Ligretto: Grænn

(2 umsagnir viðskiptavina)

2.750 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 10 mín.
Höfundur: Michael Michaels

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSS2-LIGGR Flokkar: , Merki:

Ligretto er hraður spilaleikur og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Ligretto er í raun mjög einfalt spil með nokkrum einföldum reglum. Um leið og leikmenn hafa lært þær geta þeir unnið í því sem skiptir mestu máli… Að vera nógu snöggur! Markmiðið er að losna við öll spilin úr Ligretto bunkanum þínum á undan andstæðingunum, með því að vera fljótari að spila út samlitum spilum í réttri talnaröð (frá 1 upp í 10) í stafla á miðju borðinu.

Hraði er grundvallaratriði í spilinu. Þú verður að bregðast fljótt við. Allir leikmenn spila á sama tíma. Engin þarf að bíða, svo enginn verður óþolinmóður.

Ligretto kassarnir eru til í 3 mismunandi litum (rauður, blár og grænn). Allt að 8 leikmenn geta spilað saman ef notaðir eru tveir Ligretto kassar í mismunandi litum en að 12 leikmenn ef notaðir eru allir þrír litirnir.

Merkingar

Varan er CE merkt

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

2 umsagnir um Ligretto: Grænn

  1. Avatar of Svanhildur

    Svanhildur

    Þvílíkur kleppari, fyrir marga að spila en ekki bara tvo, mæli með því. Mjög vinsælt hjá unglingunum á mínu heimili.

  2. Avatar of Katrín Helga Ágústsdóttir

    Katrín Helga Ágústsdóttir

    Ligretto: Grænn er spil sem vinnur mikið með hraða og líkist spilinu “Kleppari”. Það skemmtilega við það er að með einum pakka geta 4 spilað í einu (en ekki bara 2 eins og í kleppara). Ef Ligretto: Rauður, og Ligretto: Blár eru bætt við í safnið geta 12 manns spilað í einu þar sem eini munurinn á spilunum er mismunandi litur í bökunum (svo hægt sé að aðskilja stokka leikmanna eftir hverja umferð).

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top