Kobold

(1 umsögn viðskiptavinar)

6.490 kr.

Aldur: 6 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Marco Ruskowski, Marcel Süßelbeck

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 030072 Flokkur:
Skoðað: 27

Dvergarnir eru að hrella Maurice og stela uppáhalds­leikföngunum hans, og líka gimsteina­safninu hans! Þó það séu bara gervigimsteinar, þá glitra þeir svo fallega að dvergarnir hreinlega verða að eignast þá.

Í Kobold senda leikmenn dvergana sína til að safna leikföngum og gimsteinum, og safna með því stigum á meðan á leiknum stendur og í lok spilsins. En Maurice er að reyna að ná litlu hrekkjalómunum og leitar að þeim með vasaljósinu. Ef dvergur lendir í vasaljósinu (sem er partur af flottu gangverki spilsins) hleypur hann í burtu eins og fætur toga. Þeim sem tekst best að forðast vasaljósið og safnar flestum stigum sigrar spilið!

Aldur

Útgefandi

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla

1 umsögn um Kobold

  1. Avatar of Stefán frá Deildartungu

    Stefán frá Deildartungu

    Leikmenn eru húsálfar sem finnst ekkert skemmtilegra en að hrekkja Mark,sem vill helst ekki taka til í herberginu sínu. Húsálfarnir reyna að stela dótinu hans Marks, en hann stendur í miðju herberginu og snýst í hringi með vasaljósið sitt, í leit að leikfangaþjófunum.

    Það er mjög gaman að keppast við að ná sem mestu dóti og safna samstæðum, en það er alltaf hætta á að Mark lýsi á þig með vasaljósinu og þá missir þú allt dótið sem þú heldur á.

    Ákvarðatakan snýst um að velja svæði í herberginu til að stela úr – helst þar sem eru leikföng sem þig vantar og þar sem eru litlar líkur á að Mark finni þig.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;