King of Tokyo (íslenskt)

(9 umsagnir viðskiptavina)

7.750 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Richard Garfield

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NOSF1-7050 Flokkur: Merki: , , ,
Skoðað: 365

spilavinir reglur a netinuEinfalt og andstyggilega skemmtilegt teningaspil!

Leikmenn bregða sér í hlutverk stökkbreyttra skrímsla, risavaxinna vélmenna og geimvera sem ganga í gleði sinni berserksgang um Tókýó með það að markmiði að vera hinn eini sanni konungur borgarinnar.

King of Tokyo er einfalt spil sem auðvelt er að læra en umfram allt mjög skemmtilegt, þar sem heppni og örlítil herkænska er lykillinn að kvikindislegum sigri. Leikmenn kasta sex teningum, þrisvar sinnum í röð, allir með táknum fyrir eyðileggingu, orku, lækningu eða árás. Þegar leikmaður á umferð, safnar hann teningunum saman til að vinna inn orku, lækna skrímsli eða bara til að til ráðast á annan leikmann. Að auki er hægt að kaupa sérstök spil með orku til að öðlast einstaka krafta eins og auka höfuð sem leyfir leikmanni að kasta auka teningi, brynvörn, dauðageisla og fleiri. Ofsafengnasti leikmaðurinn verður konungur Tókýó… en mun þá standa einn andspænis hinum skrímslunum! Sá sem fær fyrstur 20 stig eða stendur einn uppi á vígvellinum sigrar.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2014 Gra Roku Game of the Year – Sigurvegari
  • 2013 Nederlandse Spellenprijs Best Family Game – Sigurvegari
  • 2013 Juego del Año Tico – Tilnefning
  • 2013 Hra roku – Tilnefning
  • 2013 Guldbrikken Best Family Game – Sigurvegari
  • 2013 Boardgames Australia Awards Best International Game – Tilnefning
  • 2012 Ludoteca Ideale – Sigurvegari
  • 2012 Gouden Ludo – Tilnefning
  • 2012 Golden Geek Best Thematic Board Game – Tilnefning
  • 2012 Golden Geek Best Party Game – Sigurvegari
  • 2012 Golden Geek Best Family Board Game – Sigurvegari
  • 2012 Golden Geek Best Children’s Game – Sigurvegari
  • 2012 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
  • 2012 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
  • 2011 Lys Grand Public – Úrslit
  • 2011 Lucca Games Best Family Game – Tilnefning
  • 2011 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
  • 2011 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Útgefandi

,

Útgáfuár

Fjöldi púsla

9 umsagnir um King of Tokyo (íslenskt)

  1. Avatar of Sigurjón Magnússon

    Sigurjón Magnússon

    Frábært spil, einfalt og fljótspilađ, auđvelt fyrir byrjendur í spilaheiminum ađ sökkva sér í þetta

  2. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    King of Tokyo lendir á aðeins skrítnum stað að mínu mati.
    Spilið er í grunnin einfallt of flott, það er líka fjölbreytt. Fjölbreytnin er hinsvegar kostur og galli að mínu mati. Kosturin er sá að engir tveir leikir eru eins, hver leikmaður þarf að spila á aðstæður sem koma upp hverju sinni og byggja skrímslið sitt upp eftir nýjum formúlum.
    En afþví að það eru svo margir möguleikar þá lendir maður aðeins í því að þurfa stanslaust að vera að kenna spilið aftur og aftur á meðan það er spilað, þá kannski sérstaklega hjá óreyndari leikmönnum eða börnum.
    Þemað er flott og spilið er vel hannað, leikmenn eru risastór skrímsli sem eru að berjast um yfirráð í Tokyo borg. Leikmenn kasta teningum svipað og í Yahtzee og velja teninga sem að gera þeim kleift að skaða önnur skrímsli, lækna sitt eigið eða safna orkuteningum sem þeir nota svo til að kaupa krafta fyrir skrímslið sitt.
    Þessir kraftar eru spil sem leikmaður fær. Hvert spil er flott myndskreitt og áhrifin eða “krafturinn” á hverju spili er lýst með stuttum setningum, sem eru í þessu tilfelli á Íslensku. Það er eiginlega það sem reddar spilinu, því þá nær það til mun breiðari hóps og verður fyrir vikið mikið aðgengilegra, ég vona svo innilega að við förum að sjá meira af vinsælum spilum þýdd yfir á Íslensku frekar en bara reglubækurnar.
    Leikmenn berjast þangað til að eitt skrímsli stendur eftir eða hefur safnað nógu miklum stigum (frægð) til að sigra hina.

    Ég hef gaman af King of Tokyo, það hefur samt ekki hitt nógu vel í mark hjá minni fjölskyldu einhverra hluta vegna. Þú ættir samt ekki að láta það fæla þig frá því. En ég held að til þess að King of Tokyo virki þá þarf leikmannahópurinn að hafa gaman af þemanu en taka því ekki of alvarlega á sama tíma.

    Mig minnir að á kassanum standi 8+ og á borðspilasíðuni Boardgamegeek.com telja menn að aldurin ætti að vera 6+. Ég er mjög ósammála því og myndi hækka aldurin frekar upp í 10+ því það er að mörgu að huga og leikmenn geta tapað snemma í leiknum og hreinlega dottið út. Það er yfirleitt ekki gaman fyrir svo unga krakka. Þetta er persónuleg skoðun hinsvegar en gott að hafa í huga.

  3. Avatar of Baldur

    Baldur

    Brjálað stuð í þessu spili.
    En ef þú ert fyrstur til að detta úr getur verið löng bið þangað til leikurinn klárast

  4. Avatar of Sigurrós Sandra

    Sigurrós Sandra (staðfestur eigandi)

    Virkilega skemmtilegt fjölskylduspil sem er mikið spilað á mínu heimili. Teningaspil sem er aldrei eins spilað… veist aldrei hverju þú getur átt von á

  5. Avatar of Hafdis karlsdottir

    Hafdis karlsdottir

    Einstaklega fyndið einfalt og skemmtilegt spil. Reyndar ókostur að það sé á íslensku þá er erfiðara að fá aukahluti í það. En mæli með þessu það er ekki tímafrekt.

  6. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Virkilega skemmtilegt spil! Lika svo frábært hvað það er hægt að bæta í það köllum. Mjög auðvelt að læra og gaman að taka með krökkum, þetta spil getur tekið 30min og getur líla tekið lengri tíma en það

  7. Avatar of Anna Ólöf Kristófersdóttir

    Anna Ólöf Kristófersdóttir

    Mjög skemmtilegt spil og auðvelt að læra grunnatriðin fyrir byrjendur en einnig hægt að kafa dýpra og læra betur á ólíka fídusa fyrir þá sem spila oftar. Mikið keppnisspil og mjög skemmtilegt fyrir fólk með mikið keppnisskap. Þar sem spilið snýst um að vera einn eftir á lífi þegar keppinautarnir eru búnir með sitt líf. Mjög flott hönnun og skemmtilegir karakterar, margir skemmtilegir fídusar og alltaf fjölbreytt og skemmtilegt í spilun þar sem ekkert spil er eins, það gerist alltaf eitthvað nýtt.

  8. Avatar of Kristinn Pálsson

    Kristinn Pálsson

    Alveg geggjað spil og stenst allar væntingar. Auðvelt að draga það fram og koma á borðið bæði fyrir nýja og vana spilara. Krakkar hafa líka gaman af því þar sem að það er mjög flott á borði og reglur einfaldar. Spilast vel eitt og sér en einnig með aukapökkum sem síðar hafa komið.
    Mæli með að spila skemmtilega bíómyndatónlist með, þá er King of Tokyo playlisti til á Spotify.

  9. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Ef þú átt ekki King of Tokyo myndi ég líklegast kaupa mér King of New York frekar. Leikirnir eru mjög svipaðir nema King of Tokyo er aðeins einfaldari.

    Leikmennirnir keppa um að safna fyrst 20 stigum, eða koma öllum andstæðingum þínum niður í núll líf, en þá eru þau úr leiknum. Í hverri umferð er eitthvað skrímsli í Tokyo og ef það gerir árás ræðst það á alla hina leikmennina. Hins vegar ef skrímsli er ekki í Tokyo ræðst það aðeins á það sem er í Tokyo.

    Ég mæli mikið með Power Up! aukapakkanum fyrir þetta spil, það gefur skrímslunum ólíka krafta sem bætir heilmikilli fjölbreytni við leikinn.

    Spilið endar oft á því að vera mjög spennandi, en getur verið leiðinlegt fyrir þá sem duttu mjög snemma út að geta bara horft á, sérstaklega ef leikurinn dregst á langinn eða ef margir eru að spila.

    Þar sem spilið er á íslensku hentar það fjölskyldum og þeim yngri mjög vel.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;