Lýsing

Þetta spil gengur bara út á að blekkja. Bunkanum er skipt á milli leikmanna og allir fá á hendi mismunandi óargardýr: kakkalakkar, froskar og leðurblökur eru á meðal átta dýrategunda í boði. Þegar þú átt leik sendir þú eitt af spilunum þínum á grúfu yfir borðið til annars leikmanns og segir t.d. “Þetta er rotta!” Hinn leikmaðurinn verður þá að giska á hvort þú sért að ljúga eða segja satt. Ef hann giskar rétt færð þú spjaldið sem mínus en annars þarf hann að taka það og byrjar nýja umferð.