Just One (ísl.)

(5 umsagnir viðskiptavina)

5.850 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 3-7 leikmenn
Spilatími: 20 mínútur
Hönnuður: Ludovic Roudy, Bruno Sautter

Availability: Til í verslun

Skoðað: 1.260

Just One — spil ársins árið 2019 — er samvinnu-partýspil þar sem þið vinnið saman til að ná eins mörgum orðum og þið getið. Þú þarft að finna eins einstaka vísbendingu og þú getur til að hjálpa vini þínum, því ef annar leikmaður kemur með sömu vísbendinu, þá núllast þær út og eru ekki notaðar!

Heilt spil er með yfir 13 spilum. Markmiðið er að ná eins nálægt 13 í stigum og hægt er. Rétt svar skilar stigi í hús. Rangt svar losar spilið sem þið voruð að nota, auk efsta spilsins í bunkanum. Sem þýðir að 2 stig tapast. Ef svar kemur ekki, þá tapast bara spilið sem var verið að nota, svo aðeins eitt stig tapast.

Skemmtilegt nýtt orðaspil á íslensku fyrir alla fjölskylduna!

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2021 Bulgarian Board Game Awards Game of the Year – Sigurvegari
  • 2020 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
  • 2020 Guldbrikken Best Parlor Game – Sigurvegari
  • 2019 Tric Trac – Tilnefning
  • 2019 Swiss Gamers Award – Tilnefning
  • 2019 Swiss Gamers Award Kids – Tilnefning
  • 2019 Spiel des Jahres – Sigurvegari
  • 2019 Palme d’Argent for Best Party Game
  • 2019 Lys Grand Public – Úrslit
  • 2019 Juego del Año – Meðmæli
  • 2019 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player – Tilnefning
  • 2019 Fairplay À la carte – Annað sæti
  • 2019 5 Seasons Best International Party&Coop – Tilnefning
  • 2018 Meeples’ Choice – Tilnefning
  • 2018 Golden Geek Best Party Game – Tilnefning
  • 2018 Golden Geek Best Cooperative Game – Tilnefning
  • 2018 Cardboard Republic Socializer Laurel – Tilnefning
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Útgáfuár

5 umsagnir um Just One (ísl.)

  1. Avatar of Þorri

    Þorri

    Það er augljóst af hverju þetta spil var spil ársins 2019. Þetta var sett á borðið á spilakvöldi með vinnufélögum og sló algerlega í gegn. Til að ganga vel þurfið þið að vera bæði frumleg og eins augljós og þið getið, svo hægt sé að giska á rétt orð.

  2. Avatar of Baldur

    Baldur

    Frábært partí spil. Auðvelt að læra og fljótlegt að koma því í gang. Ég hef skemmt mér mjög vel í þessu spili.

  3. Avatar of Áslaug

    Áslaug

    Samvinnuspil – allir í sama liði, það er alltaf góð stemning í svoleiðis. Hentar vel fyrir fólk sem hefur gaman af orðaleikjum/tungumáli og að nota kollinn.

  4. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Ótrúlega skemmtilegt spil og einfalt að spila. Allir vinna saman og þurfa að beita kænsku, frumlegheit og orðsnilld. Hentar vel bæði sem fjölskylduspil, sem og partýspil. Hægt að aðlaga vel að hópnum sem er að spila saman. Þegar ég hef spilað þetta hefur verið mikið hlegið.

  5. Avatar of SolviKaaber

    SolviKaaber

    Þetta er svo einfalt spil að maður bölvar sér fyrir að hafa ekki fundið upp á því sjálfur. Ég hef notað þetta í alls kyns hópum og það hefur alltaf gengið vel, hvort sem það eru nýjir eða reyndir spilarar, vinir eða fjölskylda eða jafn vel ókunnugir.

    Just One mætti alveg taka hásætið sem besta orðapartý spilið af Codenames.
    Við spilum samt aldrei með stigareglunum, tökum alltaf bara einn eða tvo hring og reynum okkar besta.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;