Jaipur: 2nd Edition

(1 umsögn viðskiptavinar)

4.430 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 leikmenn
Spilatími: 30 mínútur
Hönnuður: Sébastien Pauchon

* Uppselt *

Vörunúmer: ASMSCJAI01 Flokkur: Merki: , , ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 158

Þið eruð tveir áhrifamestu kaupmenn í Jaipur, höfuðborg Rajasthan, en það dugir ykkur ekki því aðeins kaupmanninum sem er með tvö yfirburðainnsigli verður boðið til hirðar Maharajas. Þú þarft því að gera betur en andstæðingur þinn með því að kaupa, skipta, og selja á betra verði, og gæta að kameldýrunum þínum á sama tíma.

Jaipur gengur hratt fyrir sig, og er góð blanda af heppni og kænsku. Þegar þú átt að gera, þá máttu annað hvort taka eða selja spil. Ef þú tekur spil, þá þarftu að velja á milli þess að taka öll kameldýrin, taka eitt spil af markaðnum, eða skipta á 2-5 af þínum spilum við markaðinn.

Ef þú selur spil, þá máttu aðeins selja eina tegund af vörum, og þá færðu eins marga spilapeninga og fjöldi spila sem þú seldir. Spilapeningarnir rýrna í verði eftir því sem líður á spilið, svo þú þarft að flýta þér! Hins vegar, þá færðu alltaf meira fyrir að selja fleiri spil í einu, svo kannski viltu bíða eina umferð enn!

Þú getur ekki selt kameldýr, en þau eru nauðsynleg í viðskiptum og eru líka talin með í lok hverrar umferðar, rétt nóg til að innsigla sigur þinn, svo notaðu þau vel.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2014 Juego del Año – Úrslit
  • 2011 Games Magazine Best New Family Card Game – Sigurvegari
  • 2010 Spiel des Jahres – Meðmæli
  • 2010 Lys Grand Public – Úrslit
  • 2010 International Gamers Award – General Strategy: Two-players
  • 2010 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning
  • 2010 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning
  • 2010 Fairplay À la carte – Sigurvegari

Aldur

Fjöldi leikmanna

1 umsögn um Jaipur: 2nd Edition

  1. Avatar of Kristinn Pálsson

    Kristinn Pálsson

    Eins og með eldri útgáfu er um að ræða lítið, nett og skemmtilegt kortaspil. Spilast hratt og gengur vel fyrir sig. Þægilegt að hafa með sér í ferðalög og krefst ekki mikils rýmis. Smá “push your luck” þar sem þörf er á að lesa móterjann vel. Litríkt og fallegt.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;