Íslenska spurningaspilið

(9 umsagnir viðskiptavina)

7.380 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 6 leikmenn

* Uppselt *

Vörunúmer: s99697 Flokkur: Merki: , ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 233

Hvað ættu allir að vita um landið sitt? Hvað veistu um íslenska íþróttamenn? Þekkir þú sögu lands og þjóðar? Ert þú vel að þér í dægurmálum og íslenskri tónlist?

Yfirgripsmikið spurningaspil í margvíslegum flokkum með skemmtilegum spurningum sem færa þér og þínum margar gæðastundir í fjörugri keppni.

Í spilinu eru 800 fjölvalsspurningar í sex flokkum sem fjalla eingöngu um Ísland og íslensk málefni.

Ef þú ert ekki viss getur þú alltaf giskað á A, B, C eða D.

Nú getur þú att kappi við vini og ættingja og skorið endanlega úr um það hver sé klárastur!

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

9 umsagnir um Íslenska spurningaspilið

  1. Avatar of Heba

    Heba

    Ágætt spil en vantar svoldið “tvist” í það.

  2. Avatar of Guðrún Ragna Ólafsdóttir

    Guðrún Ragna Ólafsdóttir

    ❤ að spila

  3. Avatar of Klara Ásrún Jóhannsdóttir

    Klara Ásrún Jóhannsdóttir

    Mjög gott fjölskylduspil !

  4. Avatar of Linda Einarsdottir

    Linda Einarsdottir

    Snilldar fjolskylduspil

  5. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Þetta er bara ágætt spil. Spurningarnar eru mjög flottar og það er mjög aðgengilegt, auðvellt að kenna og tekur ekki langan tíma að spila.
    Eina sem dregur það niður hjá mér er að það gefur mjög lítið svigrúm til þess að tala um og ræða spurningarnar og svör þeirra þar sem allir eru að svara á sama tíma. En ef það væri klippt úr spilinu þyrfti það að fórna sterkasta elementinu í því sem er aðgengileiki.

  6. Avatar of Baldur

    Baldur

    Alveg ágætt svo sem.
    Ég myndi alltaf spila bezzervisser í staðinn.

  7. Avatar of Kolbrún

    Kolbrún

    Skemmtilegt fjölskylduspil sem allir geta verið með í. Vantar kannski spennu í það en þó auðvelt fyrir alla.

  8. Avatar of Grasa Gudda

    Grasa Gudda

    Skemmtilegt fjölskylduspil þar sem leikmenn fá 4 valmöguleika í hverri spurningu. Það gerir spilið aðgengilegra og geta allir verið með, burtséð frá þekkingu þeirra.

  9. Avatar of Brynjar

    Brynjar

    Þetta spil er giskspil. Eina sem maður getur gert ef maður er undir fertugu er að giska sig í genum allt, eitthvað skemmtanagildi er þó í fróðleiknum en þegar spilið felur í sér að giska bara eitthvað út í loftið á spurningar um einhver 50 ára fótboltamót, örnefni sem fáir þekkja og félög sem koma fáum öðrum við en þeim sem borga félagsgjöld, þá reynir það ekkert á getu manns heldur bara einhver handahófskennd gisk út í bláin. Ég mæli ekki með þessu spili fyrir yngra fólk

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;