Spilið Hver stal kökunni úr krúsinni? er spil fyrir alla fjölskylduna sem snýst um að finna hinn alræmda kökuþjóf. Sért þú með tómu krúsina á hendi er um að gera að koma öllum hinum úr leik sem fyrst eða lauma spilinu til einhvers annars.
Leikurinn samanstendur af 35 spilum í spilastokk, skreyttum með myndum af kökum og kruðeríi. Textinn á spilunum og reglurnar eru á íslensku.
Leikurinn er spilaður í stuttum lotum sem hver tekur 1-8 mínútur. Hægt er að spila margar lotur í röð og telja stigin eftir hverja. Sá sem er gripinn með tómu krúsina missir stig en leikmaðurinn með stigahæstu kökuna fær stig.
Stefán frá Deildartungu –
Fyrir mörgum árum eignaðist ég spilið Love Letter. Það er 16 spila stokkur með 8 persónum. Spilið gengur út á að komast að því hvaða persónur aðrir leikmenn eru með á hendi og koma þeim þannig út úr spilinu. Þetta er líklega það spil sem ég hef spilað oftast um æfina, en var svo búinn að spila það í drep.
Svo frétti ég af Hver stal kökunni úr krúsinni? og komst að því að íslenski höfundurinn hafði fengið leyfi hjá hönnuði Love Letter til að gefa út spil með sama gangverki, en með fleiri spilum og meiri fjölbreytni. Embla á mikið hrós skilið fyrir að hafa haft samband við höfund upprunalega spilsins og fengið leyfi fyrir sinni útgáfu.
Til að gera langa sögu stutta blés þetta spil nýju lífi í gangverkið og ég er alltaf til í að taka eina umferð af því . Myndskreytingarnar eru skemmtilegar og flest aukaspilin líka, það er eitt eða tvö sem ég tek úr stokknum en það er samt af nógu að taka.
Mæli með þessu fyrir alla fjöskylduna.