Hvað í pabbanum ert þú að gera?

(1 umsögn viðskiptavinar)

5.750 kr.

190 hugmyndir um skemmtilegar samverustundir með börnunum. Dragðu spil og eigðu kjarnastund.

Vörunúmer: 802881988213 Flokkur: Merki: ,

Hvað í pabbanum ert þú að gera? inniheldur 190 hugmyndir að leikjum sem auðvelt er fara í heima. Enginn sími, bara kjarnatími og samvera í rými. Leikirnir eru miskrefjandi en allir ætlaðir börnum á aldrinum 3-90 ára. Leikum okkur af því við getum það.

Augnsambandið er á undanhaldi þar sem karnival allrar afþreyingar er aðeins í seilingarfjarlægð. Hvað í pabbanum ert þú að gera? er ætlað foreldrum sem vilja bjóða uppá skemmtilega samverustund þegar svarti skjárinn hefur verið settur tímabundið á svarta listann. Það að hafa ofan af fyrir sjáfum sér og sjá leik úr því sem umhverfið bíður uppá hverju sinni er viðleitni sem mig langar til að þjálfa. Minna gláp, meiri sköpun, spuni og leikur.

Aldur

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Útgáfuár

1 umsögn um Hvað í pabbanum ert þú að gera?

  1. Avatar of Sandra Tryggvadóttir

    Sandra Tryggvadóttir

    Þetta er stórt samansafn af ótrúlega einföldum en skemmtilegum litlum leikjum fyrir krakka. Mínir krakkar eru báðir í leikskóla (elsti er að verða 4 ára) og við höfum þurft að sleppa eða einfalda marga af leikjunum sem við höfum ætlað að prófa. Ég sé þetta hins vegar virka mjög vel fyrir grunnskólaaldurinn. Hugmyndin og framsetningin er skemmtileg, þetta eru allt stuttir leikir, skemmtilegir, sem hægt er að gera með hlutum sem finnast á flestum heimilum. Fullkomið þegar mann langar í samverustund án mikils undirbúnings eða fyrirhafnar. (dæmi um efnivið í þremur leikum: 1) skopparabolti og legókallar. 2) Nokkur blöð. 3) Epli og band.)

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;