Holi: Festival of Colors

8.320 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20-40 mín.
Höfundur: Julio E. Nazario

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: FFGHL01 Flokkur:

Hvert vor fagnar fólk með því að dreifa lit og gleði í einni af litríkustu hátíðum Indlands. Ferðist um hátíðina og dreifið lituðu gulaal dufti yfir vini ykkar og áhorfendur. Miðið hærra og látið litinn falla af himnum ofan á eins mikið af fólki og þið getið. Því Holi er tími léttra hrekkja, og vinaleg keppni er einmitt það sem hátíðin kallar á…

Í Holi öðlast leikmenn hamingju með því að dreifa lit um borðin (hærri borð gefa fleiri stig), fá lit á sig frá öðrum, og safna sælgæti. Notið spilin ykkar af kænsku, klifrið upp á réttum tíma, og dreifið sem mestri hamingju!

Í spilinu eru þrjú megin-gangverk:

  • Svæðisstjórnun: Litadufts-merklar dreifast um leikborðið og á aðra leikmenn, og fylla það eftir munstrinu á þriggja-hæða borðinu. Leikmenn klifra upp og fórna stigum til að ná meiri stjórn á borðinu.
  • Púslþrautar-aðgerðir: Litaspil segja til um munstrið sem liturinn dreifist í, sem gefur leikmönnum færi á að velja munstrið sem hentar þeim best.
  • Mismunandi aðferð við stigagjöf: Hvert spil hefur mismunandi stigagjöf, sem eykur dýpt og endurspilanleika.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Holi: Festival of Colors”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart
;