HILO

(2 umsagnir viðskiptavina)

3.650 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 30 mínútur
Hönnuður: Knut Strømfors, Eilif Svensson

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 42-49362 Flokkur: Merki: , , , ,

HILO er kortaspil þar sem hver leikmaður er með 3×3 spil fyrir framan sig og er að reyna að ná eins lágri heildarsummu spila og hann getur, með því að skipta út háum spilum fyrir lægri spil. Til að auka á spennuna þá skiptir liturinn máli. Því ef þú nærð dálki, röð eða skálínu í einum lit, þá máttu henda spilunum sem það mynda. Svo það gæti verið þess virði að halda í þetta háa spil til að reyna að ná heilli litaröð. Þessi regla gerir það líka að verkum að það skiptir máli hvaða spili hent er, því næsti leikmaður má taka það upp!

Spilið er spilað yfir nokkrar umferðir, þar til einn leikmaður hefur rofið 100 stiga múrinn. Leikmaðurinn sem er með fæst stig sigrar.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

2 umsagnir um HILO

  1. Avatar of Ingibjörg

    Ingibjörg

    Frábært spil! Búin að spila það með hóp og líka tveggja manna, mæli frekar með því fyrir fleiri.

  2. Avatar of Soffía frænka

    Soffía frænka

    Virkilega skemmtilegt spil sem reynir á útsjónarsemi jafnt á við heppnina. Við erum búin að spila þetta í “drasl” og flestir sem koma í heimsókn enda á því að fjárfesta í einu svona sjálfir.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart
;