Heckmeck

(7 umsagnir viðskiptavina)

3.150 kr.

Aldur: 8+
Fjöldi: 2-7 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Reiner Knizia

Ekki til á lager

Þú þarft að skrá þig inn til að geta skráð þig á biðlistann. Vinsamlegast skráðu þig inn eða búðu til aðgang
Vörunúmer: SPSF1-52001 Flokkar: , , Merki:

Lýsing

Þegar þú átt leik kastar þú átta teningum og mátt velja eina tegund til að geyma til hliðar. Síðan heldur þú svona áfram þar til það sem þú ert búin að taka til hliðar nær samtölu sem er jöfn einhverjum ormi á grillinu og færð að taka hann. Ef þú kemst ekki upp í nógu háa tölu eða getur ekki tekið fleiri teninga þá þarftu að skila orm sem þú hefur fengið. Spil sem er spilað sérstaklega mikið hjá okkur í Spilavinum. Auðvelt að læra og gaman að spila.

Nánari upplýsingar

Framleiðandi

Zoch

Fjöldi spilara

2-8

Aldur

6+

Spilatími

15 mín.

Verðlaun

Aldur

8 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

2, 3, 4, 5, 6, 7

7 umsagnir um Heckmeck

 1. Linda Rós

  Þetta spil er næstum alltaf í töskunni hjá mér. Skemmtlegt teningaspil ólíkt yatzy að maður þarf ekki að skrifa neitt niður. Hægt að spila allstaðar og við alla. Eitt af mínum uppáhalds, alltaf hægt að biðja mig um að spila Heckmeck.

 2. Elín Björk

  Þetta er svo skemmtilegt spil. Hefur ferðast með okkur um allan heim. Alltaf hægt að grípa í, hvort sem er á kaffihúsi eða pöbbnum. Tilvalin vina eða möndlugjöf.

 3. Sigurlaug

  Frábært spil sem er auðvelt að ferðast með.
  Ég spilaði þetta við tvö 8 ára börn sem höfðu svo gaman að og æfðust vel í reikningi á meðan. Sérstaklega skemmtilegt að spila við börn því bæði börnin og fullorðnu hafa jafn gaman.

 4. Halldóra

  Þetta er frábært spil, fyrirferðalítið teningaspil sem hægt er að taka með sér og spila hvar sem er.

 5. Halldóra

  Þetta er frábært spil, fyrirferðalítið teningaspil sem hægt er að taka með sér og spila hvar sem er.

 6. Sigurður Jón

  Gefur manni Yatzy fíling. Kastar teningum og reynir að safna sem flestum teningum með sem hæstum tölum, þú getur svo kastað þeim teningum sem þú tókst ekki frá aftur og svo aftur að því gefnu að þú hafir ekki þegar tekið frá allar tölurnar sem koma upp í næstu köstum, því eftir að þú tekur frá tölu máttu ekki taka hana frá aftur í sömu lotu. Þú reiknar svo saman summuna af öllum fráteknum teningum og tekur á hendi dominokubb sem samsvarar útkomuni. Domino kubbarnir í spilinu eru veigamiklir og þykkir og það mætti þessvegna spila þetta úti.
  Þetta er bara lauflétt og gott spil sem gerir það sem það gerir vel.
  Ég er ekki viss um að ég myndi samt nenna að spila það með fleirum en þrem eða fjórum, en það virkar líka fínt með tvem.
  Börn sem eru komin með ágætis tök á samlagningu geta spilað þetta spil.

 7. Asta

  Frabært spil fyrir miðstigskrakka og ömmu og afa og alla þar á milli!

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.