Gloomhaven

(3 umsagnir viðskiptavina)

23.560 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 4 leikmenn
Spilatími: 60-120 mín.
Höfundur: Isaac Childres

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF2-0201 Flokkur: Merki: ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 32

Gloomhaven er margverðlaunað spil með taktískum bardögum í langvarandi heimi með síbreytilegum tilgangi. Leikmenn taka að sér hlutverk ævintýramanna sem hver hefur sína hæfileika og ástæður til að flakka um þennan dimma heimshluta. Leikmenn munu þurfa að vinna saman af illri nauðsyn til að hreinsa út úr hættulegum dýflissum og gleymdum rústum. Í leiðinni munu þeir auka hæfileika sína með reynslu og ránsfeng, uppgötva nýja staði til að rannsaka og rupla, og auka við sístækkandi sögu sem er knúin af fyrri ákvörðunum þeirra.

Spilið er langvarandi með breytilegum heimi sem hentar best að spila á mörgum spilakvöldum. Eftir eina atburðarás þurfa leikmenn að ákveða hvað á að gera, sem mun hafa áhrif á framhald sögunnar, svolítið eins og „Þitt eigið ævintýri“. Ferðalagið gegnum atburðarás byggir á samvinnu þar sem leikmenn berjast við sjálfvirk skrímsli knúin af frumlegu kerfi sem stjórnar hver gerir hvenær og hvað leikmenn geta gert þegar þeir eiga leik.

Í hverri umferð spila leikmaður út tveimur spilum af hendi. Talan efst á spilinu segir til um röðina í umferðinni. Hvert spil er líka með topp- og botnkraft, og þegar leikmaður á að gera þarf að velja hvort eigi að nota topp- eða botnkraftinn á þessu spili eða hinu, og öfugt. Leikmenn þurfa að fara varlega því smám saman munu þau missa spil fyrir fullt og allt af hendi. Ef of langur tími fer í að hreinsa til í dýflissu, þá gætu spilin klárast og hópurinn neyðst til að flýja.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2018 SXSW Tabletop Game of the Year – Sigurvegari
  • 2018 Scelto dai Goblin – Sigurvegari
  • 2018 Origins Awards Origins Awards Game of the Year – Sigurvegari
  • 2018 Origins Awards Best Board Game – Sigurvegari
  • 2017 Meeples Choice – Tilnefning
  • 2017 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player – Tilnefning
  • 2017 Golden Geek Most Innovative Board Game – Sigurvegari
  • 2017 Golden Geek Board Game of the Year – Sigurvegari
  • 2017 Golden Geek Best Thematic Board Game – Sigurvegari
  • 2017 Golden Geek Best Strategy Board Game – Sigurvegari
  • 2017 Golden Geek Best Solo Board Game – Sigurvegari
  • 2017 Golden Geek Best Cooperative Game – Sigurvegari
  • 2017 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation – Tilnefning
  • 2017 Diana Jones Award for Excellence in Gaming – Tilnefning
  • 2017 Cardboard Republic Striker Laurel – Tilnefning
  • 2017 Best Science Fiction or Fantasy Board Game – Tilnefning

Aldur
Fjöldi leikmanna

, , ,

Fjöldi púsla
Útgefandi

3 umsagnir um Gloomhaven

  1. Avatar of Þorsteinn Atli Kristjánsson

    Þorsteinn Atli Kristjánsson

    Þetta er hæst metna spil á “aðal” borðspilasíðunni og ég skil svo sem alveg af hverju.
    Frábærlega hannað spil og kerfið, þemað og upplifunin tvinnast saman nánast fullkomlega.
    En þetta er aaaalls ekki fyrir alla. Það tekur óratíma að setja það upp (jafnvel þegar þú ert með ágætis geymslukerfi) og það getur verið mjög mismunandi erfiðleikastig í hverju scenarioi. En það sem mér finnst persónulega letja mig við að spila það frekar er það hvað sagan er aaalgjört aukaatriði, þar sem hún gæti eflaust hæglega verið mun betur útfærð með smá auka púðri.
    Mæli með því að tjekka á nýja Gloomhaven: Jaws of the Lion sem byrjendastaður fyrir Gloomhaven. Það virðist hafa lagað margt af því sem var að upprunalega leiknum.

  2. Avatar of Jakob Ævarsson

    Jakob Ævarsson

    Hvar á maður að byrja…
    Sko, Gloomhaven er besta spil sem þú munt nokkurn tíman spila. Punktur.
    EN, það er flókið að læra það, það tekur fáranlega mikið pláss, þarft líklega að kaupa auka hirslur fyrir +18k, þarft að eiga spilahóp sem vill spila sama spilið í +100 klst og helst hafa eitt herbergi tileinkað spilinu í nokkra mánuði.

    EN, ef þú getur komist í gegnum allt þetta, þá er Gloomhaven það besta sem þú munt spila. Þetta er mögnuð upplifun frá A til Ö.

  3. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Mér finnst Gloomhaven bara fínt. Þetta er smá eins og að spila D&D þar sem enginn þarf að spila sem DM þar sem öllum skrímslum er stýrt af spilinu sjálfu (ólíkt t.d. Descent). Það er svo mikið af dóti í kassanum að það er eiginlega ekki hægt að spila án þess að kaupa eða búa til eitthvað kerfi til þess að einfalda uppstillingu og frágang.

    Það er mjög gaman að sjá spilið opnast meira og meira á meðan maður spilar, fá fleiri kalla, ný vopn, spila á móti nýjum óvinum, ofl. Oft munar litlu á að maður nái að vinna hvert borð og er leikurinn mjög vel “balanced”.

    Þú þarft vinahóp sem er þá mjög spenntur fyrir svona spili þar sem það er svo ofboðslega mikið í boði í leiknum að þetta verður líklegast eina spilið sem hópurinn mun spila í nokkur ár, enda í alveg sér flokki. Eina er að leikurinn getur orðið svolítið endurtekningarhæfur þegar þið hafið verið að spila í lengri tíma, en hægt er að færa aftur hita í leikinn með því að t.d. skipta um kall sem þarf að spila á nýjan hátt.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;