Geistes Blitz

(9 umsagnir viðskiptavina)

3.150 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 8 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Jacques Zeime

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSS2-98009 Flokkur: Merki:

Bráðskemmtilegt hraðaspil! Fimm hlutir eru á borðinu: Hvítur draugur, rauður stóll, græn flaska, grá mús og blá bók. Skipst er á að fletta við spjaldi. Spjaldið inniheldur tvo af hlutunum en sjaldnast í réttum lit.

Ef spjaldið inniheldur hlut í réttum lit þá er sá sem er fyrstur til að grípa hlutinn sem fær að eiga spjaldið sem stig. Ef enginn hlutur er í réttum lit þá á að grípa hlutinn sem að myndin sýnir ekki og liturinn hans er ekki á myndinni. Það er alltaf bara einn réttur hlutur.

Maður er fljótur að komast upp á lagið með að sjá hvað vantar og það er hraðinn og frumskógarlögmálið sem gildir.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , , , ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

9 umsagnir um Geistes Blitz

 1. Avatar of Fanný Þórsdóttir

  Fanný Þórsdóttir

  Frábært spil. Við erum búin að skemmta okkur mikið um jólin, öll fjölskyldan við að spila þetta skemmtilega spil.

 2. Avatar of Svanhildur

  Svanhildur

  Fá spil kveikja eins mikið í hausnum á manni. Mér finnst alltaf gaman að taka smá keppni í þessu spili og tala ekki um allar viðbótar reglurnar sem hægt er að bæta við.

 3. Avatar of Anna Karen

  Anna Karen

  Æðislegt spil, ekki flókið, auðveldar reglur

 4. Avatar of Hjördís Jóna Bóasdóttir

  Hjördís Jóna Bóasdóttir

  Virkilega skemmtilegt fjölskylduspil sem fær mann til að hugsa.

 5. Avatar of Una Hildardóttir

  Una Hildardóttir

  Skemmtilegt spil fyrir fjölskyldur og börn. Slær alltaf í gegn

 6. Avatar of Guðlaug Bára Helgadóttir

  Guðlaug Bára Helgadóttir

  Ótrúlega skemmtilegt spil!

 7. Avatar of Erla

  Erla

  Frábært spil fyrir allan aldur.

 8. Avatar of Heiða Rún Ingibjargardóttir

  Heiða Rún Ingibjargardóttir

  Æðislegt spil og einfaldar reglur og skemmtilegast er að eiga nokkur og blanda þeim saman… þegar allir eru búnir að ná tökum á spilinu.

 9. Avatar of Hafdís

  Hafdís

  Hresst og spennandi spil sem kemur manni til að þurfa hugsa. Virkar fyrir börn sem fullorðna.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan