Fresco Revised Edition

7.630 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 60 mín.
Hönnuður: Wolfgang Panning, Marco Ruskowski, Marcel Süßelbeck

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 010582 Flokkur: Merki:

Í Fresco eru leikmenn listmálarar sem vinna við að endurgera freskur í Endurreisnarkirkju.

Hver umferð hefst á því að leikmenn ákveða klukkan hvað þeir ætla að vakna þann daginn. Þeim mun fyrr sem þú vaknar, þeim mun framar verður þú í aðgerðaröðinni, og færð því fleiri möguleika en aðrir. En ef þú vaknar snemma of oft, þá verður þú og lærlingarnir þínir óhamingjusamir og vinnið ekki jafn hratt. Það væri gott að fá að sofa út endrum og eins.

Svo ákveða leikmenn aðgerðir fyrir umferðina, og leggja út lærlingana til að framkvæma ákveðin verkefni hver. Þú þarft að kaupa málningu, blanda málningu, vinna að málverkinu, safna peningum (sem þú notar til að kaupa áðurnefnda málningu) með því að mála portrett, og jafnvel þarftu að senda lærlingana í óperuna til að auka á hamingju þeirra.Stig færðu helst fyrir að mála freskuna, sem þarfnast sérstakrar semsetningar af litum, svo þú þarft að versla og nota málninguna á klókan hátt, og að auki gera þetta áður en aðrir leikmenn velja sér hluta freskunnar til að mála.

Hægt er að stilla spilið til að einfalda og þyngja það, sem gerir það einstaklega sveigjanlegt á milli spilahópa, og bætir á endurspilanleikann.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2019 5 Seasons Best International Strategy – Tilnefning
 • 2013 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
 • 2012 Guldbrikken Best Adult Game – Tilnefning
 • 2011 JoTa Best Artwork – Tilnefning
 • 2011 Hra roku – Tilnefning
 • 2011 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
 • 2011 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
 • 2011 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
 • 2011 Årets Spill Best Family Game – Tilnefning
 • 2010 Spiel Des Jahres – Tilnefning
 • 2010 Origins Awards Best Board Game – Tilnefning
 • 2010 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
 • 2010 Juego del Año – Úrslit
 • 2010 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
 • 2010 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
 • 2010 Graf Ludo Best Family Game Graphics – Sigurvegari
 • 2010 Gouden Ludo – Tilnefning
 • 2010 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
 • 2010 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
 • 2010 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game – Sigurvegari

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Fresco Revised Edition”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top