Flóttaleikur: Herbergi 745

Verð frá: 20.000 kr.

Flóttaleikur í Spilakaffi snýst ekki um að læsa ykkur inni í herbergi, heldur er lögð fyrir hópinn margslungin þraut inni í þraut inni í þraut, sem þið þurfið að leysa innan tímamarka. Leikurinn hefst á að þrautin er sett á borðið, formálinn kynntur, og svo er tíminn settur af stað!

Aldur: 15 ára og eldri (10-14 ára þurfa að spila með fullorðnum)
Fjöldi: 5-8 leikmenn
Verð: 4.000 kr. á mann
Spilatími: < 60 mín.
Erfiðleikastig: 4 / 5

Til að panta flóttaleik þarf að:

  1. Velja fjölda gesta (5-8)
  2. Velja hvenær flóttaleikurinn á að hefjast (e. start time)
  3. Stilla hvenær leiknum lýkur (e. end time er 90 mínútur í heildina, þ.e. flóttaleikur í 60 mínútur + 30 mínútur í tiltekt fyrir starfsmann)
  4. Þegar staðfestingarpóstur berst, þá þarf að smella á hlekk í póstinum til að greiða fyrir bókunina.
Vörunúmer: 0061 Flokkur: Merki:

Getið þið sannað sakleysi ykkar á 60 mínútum?

Þið voruð stödd á röngum stað á röngum tíma, á vettvangi glæps í herbergi 745 á Grand Hotel, þegar maður kom að og sá ykkur. Morð var framið aðeins nokkrum klukkustundum áður og þið eruð núna grunuð um verknaðinn! Núna er lögreglan á leiðinni og búið er að loka hótelinu svo að þið komist ekki út. Eina leiðin er því að sanna sakleysi ykkar með því að finna hver hinn raunverulegi morðingi er áður en þið verðið ranglega handtekin fyrir glæpinn.

Lögreglan þarf að sinna einu brýnu erindi áður en hún kemst á vettvang, og hafið þið því 60 mínútur áður en hún kemur á staðinn, og ef hún kemur áður en hið sanna kemur í ljós, þá lendið þið í steininum.


Flóttaleikur er frábær skemmtun, og mjög góð leið til að hrista hópa saman. Hvort sem þið eruð vinnufélagar, vinir eða fjölskylda, þá er flóttaleikur fullkomin fjölskylduskemmtun, mjög góð leið til að kynnast fólki betur og takast á við áhugavert verkefni saman.

Eftir flóttaleikinn er hægt að kaupa aðgang að spilasafninu okkar, jafnvel bóka gestgjafa sem leiðir ykkur í gegnum skemmtileg spil sem henta hópnum.

Það gleður okkur að geta boðið upp á skemmtilegan flóttaleik hér í Spilakaffi í samvinnu með fyrirtækinu Flóttaleikur ehf. sem er rekið af fólki sem hefur ástríðu fyrir flóttaleikjum og hefur aflað sér mikillar þekkingar um þá, m.a. frá Lettlandi og Ungverjalandi.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Flóttaleikur: Herbergi 745”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top