Nicholas Flamel hefur fengið leið á því að lifa að eilífu, og honum finnst tímabært að einhver annar fái að njóta þess og hann vill gefa Viskusteininn sinn áfram. En þetta er ekki bara gjöf, heldur þurfa þær manneskjur sem fá arfleifð hans að sanna sig, því hann vill ekki gefa hverjum sem er sinn verðmætasta fjársjóð.
Getið þið sannað ykkur sem verðuga nýja eigendur eilífs lífs, leyst þrautirnar sem hann hefur lagt fyrir ykkur og endað með arfleið hans, sjálfan Viskusteininn?
Þennan leik bjóðum við upp á bæði á íslensku og ensku!
Flóttaleikur er frábær skemmtun, og mjög góð leið til að hrista hópa saman. Hvort sem þið eruð vinnufélagar, vinir eða fjölskylda, þá er flóttaleikur fullkomin fjölskylduskemmtun, mjög góð leið til að kynnast fólki betur og takast á við áhugavert verkefni saman.
Eftir flóttaleikinn er hægt að kaupa aðgang að spilasafninu okkar, jafnvel bóka gestgjafa sem leiðir ykkur í gegnum skemmtileg spil sem henta hópnum.
Það gleður okkur að geta boðið upp á skemmtilegan flóttaleik hér í Spilakaffi í samvinnu með fyrirtækinu Flóttaleikur ehf. sem er rekið af fólki sem hefur ástríðu fyrir flóttaleikjum og hefur aflað sér mikillar þekkingar um þá, m.a. frá Lettlandi og Ungverjalandi.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar