Flamme Rouge

(1 umsögn viðskiptavinar)

8.430 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 30–45 mín.
Höfundur: Asger Harding Granerud

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: LAU051 Flokkur: Merki:
Skoðað: 5

Spennan liggur í loftinu þegar fremstu kapparnir koma fyrir síðasta hornið og stefna á marklínuna. Hvert lið hefur notað kænsku sína og hæfileika til að koma fljótasta kappanum á sem bestan stað, en aðeins eitt ykkar hefur gert nóg til að sigra!

Flamme Rouge er spennandi, taktískt hjólreiðaspil þar sem hver leikmaður stjórnar tveggja manna hjólreiðateymi. Markmið spilsins er auðvitað að sigra keppnina með öðrum hjólreiðakappanum sínum. Leikmenn færa reiðmenn sína áfram með því að draga og spila út spilum úr stokki reiðmannsins, sem klárast smám saman á meðan á keppninni stendur. Notaðu spilin vel til að tæma kappana ekki of snemma og stilltu þeim upp á góðum stað fyrir vel tímasetta spretti.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2018 Gioco dell’Anno – Sigurvegari
  • 2018 Gioco dell’Anno – Tilnefning
  • 2018 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
  • 2017 Tric Trac – Tilnefning
  • 2017 Cardboard Republic Socializer Laurel – Tilnefning
  • 2016 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
  • 2016 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2016 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation – Tilnefning

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla

1 umsögn um Flamme Rouge

  1. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Ég er mjög hrifin af spilum með gott þema sem líta vel út á borðinu. Flamme Rouge uppfyllir bæði atriði, auk þess spilast það vel, er aðgengilegt og spennandi. Hver umferð spilast hratt þar sem að allir leikmenn geta klárað sínar lotur samtímis. Leikmenn hafa fyrir framan sig spilabunka með misgóðum spilum sem segja til um hversu langt hjólreiðakappin þeirra fer áfram í hverri lotu allt frá 2 – 9 reiti. Leikmenn draga fjögur spil í hverri lotu og henda spilinu sem þeir ákveða að nota. Það er skemtilegt hvað höfundur spilsins nær að grípa þemað vel í svona einföldu spili. Hjólreiðakapparnir njóta góðs af því að vera á eftir öðrum hjólreiðaköppum því dragvindurin auðveldar þeim erfiðið. Þeir kappar sem hafa engan fyrir framan sig eftir lotuna hafa engan dragvind og verða því móðir og þurfa leikmenn að taka á hendi refsispil sem getur komið sér illa seinna í keppnini því þau hreifa hjólreiðamannin aðeins um tvo reiti. Þessvegna er mikilvægt að halda hópin þar til rennur á seinnihlutan og reyna þá að spila út öflugri spilum.
    Flamme Rouge spilast ágætlega fyrir tvo en nýtur sín best með 3 – 4 leikmenn.
    7 ára dóttir mín getur vel spilað þetta en á aðeins erfitt með að átta sig á því að besta taktíkin er að halda hópin þar til í restina og vill þá frekar bruna frammúr liðinu snemma sem kemur í hausin á henni seinna. Ég hugsa að 8 ára aldursviðmiðið á kassanum sé nokkuð gott, kannski myndi ég segja teigja það í 9 eða 10 ára, það fer að sjálfsögðu bara eftir einstaklingum. Þetta er eitt af þessum spilum sem allir hafa gaman af.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;