Family Inc.

(1 umsögn viðskiptavinar)

4.650 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-7 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Höfundur: Reiner Knizia

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: Family Inc Flokkur:

spilavinir reglur a netinuEinu sinni á ári hittast allir fjölskyldumeðlimir hinnar alræmdu Azzardo fjölskyldu í vöruhúsi sjávarréttastaðarins „Tutti Frutti“ til að skipta stolnum seðlum samkvæmt gamalli fjölskylduhefð. Allir geta reynt heppni sína en aðeins einn fer af fundinum með fulla ferðatösku fjár. Hvert ykkar mun standa sig best í eldheitri keppni í heppni og áhættu?

Í upphafi hverrar umferðar í spilinu, ef þú ert með spilapeninga fyrir framan þig, þá skorar þú fyrir þá og ferð lengra á skorborðinu, og losar svo spilapeningana þína úr spilinu. Næst dregur þú einn nýjan pening, hvern á fætur öðrum úr bunkanum á miðju borðinu, og setur fyrir framan þig.

Eftir hvern spilapening ákveður þú hvort þú viljir draga fleiri eða hætta. Ef þú dregur nýjan spilapening með númeri sem þú hefur þegar dregið, þá lýkur umferðinni þinni og þú missir peningana sem þú hefur dregið. Ef þú dettur út við að draga annan eða þriðja spilapeninginn, þá færðu demant í sárabætur. Ef þú færð 3 demanta, þá skiptir þú þeim út fyrir 50 stig. Ef þú hættir áður en þú springur, þá tekur þú alla spilapeninga sem eru með sömu tölu frá öðrum leikmönnum.

Þegar einhver leikmaður er kominn upp í 100 stig, þá er sigurvegarinn fundinn.

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

1 umsögn um Family Inc.

  1. Avatar of Svanhildur

    Svanhildur

    Frábært spil, það geta margir spilað og í fjölbreyttum hóp. Myndast alltaf stemning hjá okkur er við spilum. Family Inc er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni. Auðvelt að læra og kenna, stuttur leiktími. Hlátur og spenna.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top