Þetta er annað spilið í Escape the dark seríunni. Escape the dark sector er einfalt framtíðarævintýri sem fókuserar á andrúmsloft, sögu og samvinnu leikmanna. Það tekur minna en 5 mímnútur að stilla því upp, spilast á um 45 mínútum, og raðast af handahófi upp í hvert sinn svo engin tvö spil eru eins.
Leikmenn eru áhöfn skips sem búið er að gera upptækt; föst í varðhaldi í stórri geimstöð. Með hátæknibúnaði og -vopnum munu þau reyna að finna skipið sitt, sprengja sig út, og komast heim.
Í þeirri för munu þau lenda í alls kyns gildrum og glapstigum. Allt frá vélmennskum vörðum og gölluðum tvöföldurum, að morðóðum geimverum, allt er þetta myndskreytt með stórum fallegum spilum.
Á meðan þessi stóru spil eru sýnd eitt af öðru, tekur spilið á sig mynd sögu þar sem leikmenn taka ákvörðun um hvað skal gera í hverjum kafla áður en þeir nota teningana til að berjast, og að nota hluti tímanlega til að klára kaflana.
Markmiðið er að klára alla kaflana í stokknum, drepa stjórann í lokin og ná geimskipinu ykkar aftur. Til að sigra þurfa allir í áhöfninni að lifa af — ef eitthvert þeirra deyr, þá lýkur spilinu strax.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar