Taktu samfélagslegu upplifunina af Escape Room inn í stofu til þín fyrir brotabrot af kostnaðinum. Innifalið í spilinu eru 4 einstakar 60 mínútna þrautir sem munu reyna á gráu sellurnar. Þið þurfið að nota myndir, orð, form, kort og fleira til að leysa borðin þrjú í hverju herbergi. Með spilinu fylgir tímamælir sem gefur frá sér uggvænleg hljóð sem búr til hljóðheim sem lokar ykkur alveg inni í herberginu. Ef þrautin er of þung fyrir ykkur, þá er hægt að læða vísbewndingarspili í Hint Decoder til að halda ykkur á floti. Setjið lyklana 4 í Chrono Decoder vélina þegar þið teljið ykkur hafa leyst þrautina … en athugið að ef það er ekki rétt, þá missið þið verðmætar mínútur.
Herbergin 4 eru mis-erfið, svo þau ættu að henta mismunandi hópum. Í styrkleikaröð eru þau: Prison Break, Virus, Nuclear Countdown, og Temple of the Aztec.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2018 Årets Spil Best Adult Game – Tilnefning
- 2017 Årets Spill Best Party Game – Sigurvegari
- 2016/Fall Parents’ Choice Silver Honor – Sigurvegari
Umsagnir
Engar umsagnir komnar