Draugastiginn

(7 umsagnir viðskiptavina)

6.850 kr.

Aldur: 4 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Michelle Schanen

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NOSB1-DRAUG Flokkur: Merki: , , ,
Skoðað: 391

Margverðlaunað borðspil fyrir hressa krakka!

Gömul vofa býr í efsta skotinu í gömlum rústum. Nokkrir hugrakkir krakkar læðast hljóðlega upp drungalegan stiga sem liggur að skotinu. Þau vilja öll vera fyrst til að hræða gömlu vofuna með því að segja: BÖÖÖ! En gamla vofan þekkir þennan aldagamla leik og án þess að krakkana gruni hefur hún lagt álög á teninginn þannig að þau breytast í drauga, hvert á eftir öðru.

Þegar leikmaður kastar teningnum og draugur kemur upp á sá leikmaður að breyta einhverju peði í draug með því að setja einn af draugunum, sem eru geymd við hliðina á leikborðinu, ofan á eitthvert peð annað hvort sitt eigið eða eitt af peðum annara leikmanna. Segulhatturinn smellur þá innan í draugnum og peðið hverfur! Leikmenn þurfa að muna undir hvaða draugi peðið þeirra er. Þegar öllum peðum hefur verið breytt í drauga og draugur kemur upp á teningnum er tveimur draugum víxlað á leikborðinu!

Sá leikmaður sem fyrstur nær upp til gömlu vofunnar og tekst að muna hver hann/hún er, þrátt fyrir allan ruglinginn, stendur uppi sem sigurvegari!

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2006 Årets Spel Best Children’s Game – Sigurvegari
  • 2005 Vuoden Peli Children’s Game of the Year – Sigurvegari
  • 2005 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
  • 2004 Spiel des Jahres Kinderspiel – Sigurvegari
  • 2004 Kinderspielexperten “5-to-9-year-olds” – Þriðja sæti
  • 2004 Japan Boardgame Prize Best Childgame – Sigurvegari
Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Aldur

Fjöldi púsla
Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

,

7 umsagnir um Draugastiginn

  1. Avatar of Petrína

    Petrína

    Mjög einfalt og skemmtilegt. Er með 7 og 9 ára sem skemmtu sér mjög vel með mér í þessu spili.

  2. Avatar of Inga Rut

    Inga Rut

    Einfalt og skemmtilegt spil sem mín 4 og 5 ára börn hafa mjög gaman að. Frekar stuttur spilunartími sem hentar yngstu spilurunum vel og þau eru mjög spennt í hvert skifti sem við spilum draugastigann

  3. Avatar of Íris Ósk

    Íris Ósk

    Skemmtilegt spil, 8 ára og 10 ára skemmtu sér vel

  4. Avatar of Ásta Eydal

    Ásta Eydal

    Mjög skemmtilegt spil fyrir fjölskyldur. Hentar vel þar sem tíminn til að spila er ekki langur. Hægt að vera voða klókur þegar draugarnir eru komnir á alla og reyna svissa en þá er eins gott að fylgjast vel með sjálfur því það er auðvelt að ruglast sjálfur þegar maður reynir að rugla fyrir öðrum.

  5. Avatar of Kolbrún

    Kolbrún

    Skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna, auðvelt fyrir eina 5 ára en eldri höfðu einnig gaman að þessu. Auðveldar leikreglur og virkilega skemmtilegt plot þegar maður þarf að hafa puttann á púlsinum.

  6. Avatar of Íris

    Íris

    Spil sem kemur skemmtilega á óvart! Mikið hlegið (og smá grátið þegar kom í ljós að draugurinn var ekki réttur kall)

  7. Avatar of Ísak Jónsson

    Ísak Jónsson

    Einfalt spil til að spila með ungum krökkum. Gengur út á minnisleik og rugling. Fín skemmtun en eldri krakkar hafa kannski minni áhuga á því.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;