Dragon Market

4.380 kr.

Aldur: 7 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20-40 mín.
Höfundur: Marco Teubner

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: BO-11601 Flokkur:
Skoðað: 49

Í Dragon Market reynið þið að ná hlutum, og þar með markmiðum ykkar, með því að stjórna bátum á ánni.

Nánar tiltekið byrjar hvert ykkar með sitt peð í horni borðsins og svo skiptist þið á að setja báta á borðið, þar sem sumir bátar taka 3 bil; sumir hafa sjómann í miðjunni, en aðrir við endann. Hvert þessara tveggja tómu bila er fyllt af tveimur eins hlutum, en spilið inniheldur tuttugu mismunandi tegundir hluta. Hvert ykkar fær markmiðaspil sem sýnir fjórar mismunandi tegundir hluta.

Þegar þú átt leik þá kastar þú teningnum til að ákvarða hve margar aðgerðir þú færð; þú getur eytt 1-2 peningum til að bæta við aðgerðum. Aðgerðirnar eru:

  • Renna bát: Þú hreyfir bát um eins marga reiti sem enginn annar er á, annað hvort áfram eða afturábak; bátur fer ekki til hliðanna.
  • Snúa bát: Þú snýrð bát um 90° í kringum sjómanninn ef pláss er til að gera það.
  • Hreyfa peðið þitt: Þú hreyfir peðið um einn reit frá horninu á bát sem er með tómt pláss eða hluti í plássinu, eða frá einum reit í bát til annars, eða frá bát út í horn; þú mátt ekki hreyfa peðið yfir sjómann. Þegar þú hreyfir peðið á hlut sem er á markmiðaspilinu þínu, þá máttu taka hlutinn upp.

Ef þú notar ekki allar aðgerðirnar þínar, þá tekur þú eins marga peninga og aðgerðirnar sem þú átt eftir, til að eiga fyrir seinna. Þegar þú hefur safnað öllum hlutum sem eru á markmiðaspilinu þínu, þá þarftu að komast aftur út í hornið þitt. Þegar þú ert í horninu, þá dregur þú þér annað markmiðaspil. Hvert ykkar sem fyrst klára annað markmiðaspilið sitt, sigrar.

Dragon Market inniheldur líka markmiðaspil fyrir lengra komna sem sýna 3-4 tegundir hluta og bónus að auki. Í upphafi þannig spils, þá fá leikmenn tvö markmiðaspil í upphafi og velja sér annað þeirra. Þegar markmiðaspil er klárað, þá er spilið sýnt og bónusinn virkjast, sem getur verið eitthvað sem gerist strax, eða eitthvað sem gerist einu sinni í hverri umferð. Þá eru aftur dregin tvö spil og annað þeirra valið. Hvert ykkar sem klárar þrjú markmiðaspil sigrar!

Dragon Market minnir á Labyrinth, en fyrir lengra komna.

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Dragon Market”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;