Dr. Eureka

(1 umsögn viðskiptavinar)

4.380 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 15 mínútur
Hönnuður: Roberto Fraga

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSB2-02501 Flokkur: Merki: , , ,
Skoðað: 104

Hinn snjalli vísindamaður Dr. Eureka er með mikilvægar tilraunir fyrir okkur að framkvæma. Þið þurfið að leysa formúlurnar hans með því að blanda saman sameindum í tilraunaglösum án þess að snerta þær með berum höndum. Vertu sneggri en hinir vísindamennirnir til að sanna fyrir Dr. Eureka að þú sért sá snjallasti.

Aldur

,

Útgefandi

,

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla

1 umsögn um Dr. Eureka

 1. Avatar of Stefán frá Deildartungu

  Stefán frá Deildartungu

  Hver kannast ekki við brjálaða efnafræðinginn sem blandar saman óþekktum efnum til þess að sjá hvernig þau bregðast við?

  Ég þekki hann reyndar ekki en finnst mjög gaman að hella kúlum á milli tilraunaglasa og raða þeim rétt upp. Í Dr. Eureka eru leikmenn með þrjú tilraunaglös og sex kúlur í þrem litum. Svo er spili snúið við og þar er mynd sem sýnir hvernig við eigum að raða kúlum í glösin, svipað og Speed Cups, ef þú kannast við það. Flækjustigið í Dr. Eureka er þó örlítið hærra því leikmenn mega ALLS EKKI snerta kúlurnar eða missa þær á borðið, heldur má aðeins hella þeim á milli glasa. Svo þetta er í rauninni rökhugsunarþraut með tímapressu.

  Mér finnst mjög gaman að grípa í þetta með börnum og jafnvel fullorðnum, en ég er líka alveg jafn tilbúinn að leggja það frá mér eftir 20 mínútur – en þessar mínútur eru líka búnar að vera stórskemmtilegar, háværar og stressandi.

  Í rauninni langar mig að gefa spilinu fjórar stjörnur, en vegna þess hvað ég endist stutt í því í einu, fær það bara þrjár.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;