Dominion 2nd Edition

(9 umsagnir viðskiptavina)

8.230 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Donald X. Vaccarino

* Uppselt *

Vörunúmer: RGG531 Flokkur: Merki: , ,
Þú þarft að skrá þig inn til að geta skráð þig á biðlistann. Vinsamlegast skráðu þig inn eða búðu til aðgang

Þetta gífurlega vinsæla spil hefur nú verið gefið út í nýrri, endurbættri útgáfu þar sem 6 spilum hefur verið skipt út, og því sjöunda bætt við. Reglunum hefur líka verið örlítið breytt, og nokkur spil hafa verið endurorðuð til að stilla virkni þeirra af.

Frábært spil sem hefur verið gert enn betra.

Í Dominion byrjar hver leikmaður með eins lítinn stokk. Á miðju borðinu er úrval spila sem leikmenn geta keypt, ef þeir eiga peninginn. Með klækjum byggir hver leikmaður stokkinn sinn með það að markmiði að geta keypt sem flest stig áður en spilinu lýkur.

Dominion er ekki safnkortaspil, þar sem þú þarft í sífellu að kaupa ný spil, en spilast á svipaðan hátt. Þú velur 10 af 26 spilum sem eru notuð í hverjum leik, sem gerir spilið ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2012 MinD-Spielepreis – Tilnefning
 • 2011 MinD-Spielepreis – Tilnefning
 • 2010 MinD-Spielepreis – Tilnefning
 • 2010 Ludoteca Ideale Official Selection – Sigurvegari
 • 2010 Juego del Año Tico- Tilnefning
 • 2010 Gra Roku Game of the Year- Tilnefnin
 • 2010 Games Magazine Best New Family Strategy Game- Sigurvegari
 • 2010 Årets Spill Best Family Game – Sigurvegari
 • 2009 Vuoden Peli Adult Game of the Year – Sigurvegari
 • 2009 Tric Trac – Tilnefning
 • 2009 Spiel des Jahres – Sigurvegari
 • 2009 Spiel der Spiele Hit mit Freunden – Meðmæli
 • 2009 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
 • 2009 Mensa Select – Sigurvegari
 • 2009 Ludoteca Ideale Official Selection – Sigurvegari
 • 2009 Lucca Games Best Card Game – Sigurvegari
 • 2009 JUG Game of the Year – Sigurvegari
 • 2009 Juego del Año – Úrslit
 • 2009 JoTa Best Card Game – Tilnefning
 • 2009 JoTa Best Card Game Critic Award
 • 2009 JoTa Best Card Game Audience Award
 • 2009 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Sigurvegari
 • 2009 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
 • 2009 Hra roku – Sigurvegari
 • 2009 Guldbrikken Special Jury Prize
 • 2009 Gouden Ludo – Tilnefning
 • 2009 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
 • 2009 Golden Geek Board Game of the Year – Sigurvegari
 • 2009 Golden Geek Best Gamers’ Board Game – Tilnefning
 • 2009 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
 • 2009 Golden Geek Best Card Game – Sigurvegari
 • 2009 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning
 • 2009 Fairplay À la carte – Sigurvegari
 • 2009 Diana Jones Award for Excellence in Gaming – Sigurvegari
 • 2009 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game – Sigurvegari
 • 2009 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
 • 2008 Origins Awards Best Traditional Card Game – Sigurvegari
 • 2008 Meeples’ Choice Award
Aldur

Seríur

Útgefandi

,

Fjöldi púsla

9 umsagnir um Dominion 2nd Edition

 1. Avatar of Magnús Halldór Pálsson

  Magnús Halldór Pálsson

  Dominion telst orðið til klassískra spila, þó það sé ekki mikið meira en 10 ár síðan það kom fyrst út. Þetta er fyrsta “deck-builder” spilið, en það gangverk hefur verið nokkuð vinsælt hjá spilahönnuðum síðustu ár.
  Þetta er endurskoðuð útgáfa og það er óhætt að mæla með henni umfram fyrstu útgáfu, en ég bendi á að hægt er að kaupa “uppfærslu” ef maður á fyrstu útgáfu af grunnspilinu.

 2. Avatar of Salóme

  Salóme

  Þetta er svolítið cult spil, en algjör klassík. Reynir á stragedíu og kænsku í hvernig þú vilt byggja þinn búnka og safna auð og eignum. Spilatíminn er mjög breytilegur og sjaldnast innan 30 mín. Yfirleitt yfir klukkustund og stundum, ef spilin leggjast svo, hátt í 3 tímar. Mæli með “framlengingunum” (en. expansions). Grunnspilið er mjög klassískt en það opnast nýr leikheimur með viðbótunum.

 3. Avatar of Unnur Ýr Konráðsdóttir

  Unnur Ýr Konráðsdóttir

  Af hverju var ég ekki löngu búin að næla mér í þetta spil? Í algeru uppáhaldi hjá okkur þessa dagana. Skemmtilegt í hóp en líka mjög skemmtilegt tveggja manna.
  Einfaldara en það lítur út í fyrstu.
  Hlakka til að bæta við aukapökkum!

 4. Avatar of Lilja Sif Magnúsdóttir

  Lilja Sif Magnúsdóttir

  Spil sem ég mæli mjög með! Fullkomið sem tveggja manna eða fleiri.. hér reynir á kænstu, strategíu eða “winging it” í að byggja sér stokk og spila úr honum í að reyna vinna hina – mjög margar viðbætur í boði sem hægt er að kaupa líka, sem bjóða upp á endalausa möguleika og má spila nánast endalaust úr mismunandi borðum út frá hvaða spil (og viðbætur maður á)

 5. Avatar of Jakob Ævarsson

  Jakob Ævarsson

  Dominion er kjarna spil sem ætti að vera til á flestum heimilum. Þetta er fyrsta alvöru stokka smíða spilið sem varð vinsælt. Mjög einfalt og skemmtilegt þegar menn hafa náð því. Einfalt að kenna og læra það. Ef þú fílar þetta spil, þá muntu fíla önnur deckbuilding spil eins og Tyrants of the Underdark

 6. Avatar of Bogi

  Bogi

  Varúð þetta spil er ávanabindandi! 🙂 Hef kynnt þetta spil nokkrum vinum sem allir eru fallnir fyrir því. Tekur smá tíma að læra að þekkja öll spilin, kosti þeirra og galla, og hvernig hægt er að spila þeim út á sem bestan hátt. Mjög ánægjulegt þegar maður “uppgötvar” síðan góð leikkerfi á eigin spýtur án þess að Googla.

 7. Avatar of snædís

  snædís

  Skemmtilegt spil þar sem safna þarf fjölbreyttum bunka af spilum og peningum til þess að sigra andstæðinginn. Hentar vel fyrir tvo. Viðbæturnar gera spilið fjölbreyttara og hægt að breyta spilinum mikið með mismunandi útfærslum.

 8. Avatar of Kristín Ósk Barichon

  Kristín Ósk Barichon

  Uppahálds spilið mitt! Elska að þurfa hugsa

 9. Avatar of Eidur S.

  Eidur S.

  Þetta er mjög gott spil. Þú byrjar með 10 spil í stokknum þínum og dregur alltaf fimm spil á hendi. Þrjár tegundir af spilum eru í boði, peninga spil, stiga spil og “action” spil. Hvaða tíu “action” bunkar eru í boði fer eftir hvað þið ákváðuð í byrjun leiks, en einnig er hægt að velja þá af handahófi. Því getur spilið verið mismunandi í hvert sinn sem er spilað. Einnig er hægt að stýra hversu mikið leikmenn geta skemmt fyrir hvorum öðrum með því að sleppa eða velja sérstaklega inn ákveðna bunka.

  Þegar þú átt að gera mátt þú nota eitt “action” spil ef þú hefur þannig á hendi, og svo nýtt peninga spilin þín til að kaupa spil úr bunkunum á borðinu sem bætist við í bunkann þinn. “Action” spilin leyfa þér að gera ýmislegt, eins og að kaupa fleiri spil en aðeins eitt, gefa þér auka pening, draga fleiri spil ofl.

  Leikurinn endar þegar dýrustu stiga spilin hafa öll verið keypt eða þrír aðrir spila bunkar eru orðnir tómir. Þá vinnur sá sem var með flest stig í bunkanum sínum.

  Spilið er auðvelt að kenna og er alltaf jafn gaman að reyna að búa til besta bunkann úr spilunum í boði.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;