Dixit

(11 umsagnir viðskiptavina)

6.850 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 3-8 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Jean-Louis Roubira

* Uppselt *

Vörunúmer: ASMDIXIT Flokkur: Merki: , ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 135

Spil ársins 2010 og stórskemmtilegt fjölskyldu- og partýspil!

Dixit gengur út á að leikmenn skiptast á að vera sögumenn. Sögumaðurinn velur spjald af hendi og notar orð, setningu, hljóð, málshátt eða bara hvað sem er til að lýsa spjaldinu sínu. Það eru í raun og veru engin takmörk fyrir því hvað má segja og hægt er að sækja innblástur í ljóð, söngva, kvikmyndir, bókmenntir o.s.frv. Hinir leikmennirnir velja eitt af sínum spilum sem þeim finnst passa við lýsingu sögumannsins. Allir leggja spilið sem þeir völdu á hvolf, sögumaðurinn stokkar spilin og snýr þeim svo upp. Þá eiga allir að reyna að giska hvaða spjald sögumaðurinn á. Ef enginn giskar á rétt spjald — eða allir giska á það — þá fær sögumaðurinn engin stig. Kúnstin fyrir sögumanninn er því að segja eitthvað sem hvorki segir of mikið né of lítið til um hvað er á spjaldinu, þannig að sem líklegast verði að einhverjir leikmenn kjósi rétt en ekki allir.

Spilið inniheldur 84 gullfalleg spjöld með mismunandi myndum eftir listakonuna Marie Cardouat sem kitla ýmindunaraflið með, oft á tíðum, hnyttnum og óútreiknanlegaum afleiðingum.

Dixit er smellið og skemmtilegt spil fyrir alla, jafnt unga sem aldna. Þetta margverðlaunaða fjölskyldu- og partýspil hefur farið sigurför um heiminn og var meðal annars valið „Spil ársins 2010“ í Þýskalandi (Spiel des Jahres).

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2011/Fall Parents’ Choice Approved Award – Sigurvegari
  • 2011 Ludoteca Ideale Official Selection – Sigurvegari
  • 2011 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
  • 2011 Guldbrikken Best Family Game – Tilnefning
  • 2010 Vuoden Peli Family Game of the Year – Sigurvegari
  • 2010 Spiel des Jahres – Sigurvegari
  • 2010 Spiel der Spiele Hit für Familien – Meðmæli
  • 2010 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
  • 2010 Lucca Games Best Family Game
  • 2010 Hungarian Board Game Award – Sigurvegari
  • 2010 Hra roku – Sigurvegari
  • 2010 Gra Roku Game of the Year – Tilnefning
  • 2010 Games Magazine Best New Party Game – Sigurvegari
  • 2010 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
  • 2009 Tric Trac de Bronze
  • 2009 Lys Grand Public – Sigurvegari
  • 2009 Juego del Año – Sigurvegari
  • 2009 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Children’s Board Game – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
  • 2009 As d’Or – Jeu de l’Année – Sigurvegari
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Útgefandi

Útgáfuár

Fjöldi púsla

11 umsagnir um Dixit

  1. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Mjög skemmtilegt spil þar sem spilarar fá þjálfun í að sjá hlið annarra á myndunum sem um ræðir. Góð til umræðu við börn og ungmenni um ólíka sýn fólks á sama hlutinn.

  2. Avatar of Heba

    Heba

    Mitt allra uppáhald.
    Dregur fram skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl.
    Fallegar myndir og virkilega skemmtilegt spil.

  3. Avatar of Linda

    Linda

    Mjög gaman að spila þetta og sjá hvað hver og einn sér í hverju spjaldi. Þarna sér madur hvað fólk hefur ólíkar hugsanir, börn og fullorðnir.

  4. Avatar of Una Hildardottir

    Una Hildardottir

    Yndislegt spil sem reynir á ímyndunaraflið, málfar og læsi.

  5. Avatar of Diskódís

    Diskódís

    Yndislegt spil fyrir fólk með skapandi hugsun og sem eru svolitlir sögumenn og listamenn í sér. Þeir sem eru ímyndunaraflslitlir eru frekar freðnir í þessu og eiga lítinn séns (ég er búin að spila þetta með mjög mörgu fólki). Algerlega óvenjulegt spil. Fljótlært og hentar ótrúlega breiðum aldurshópi. Verður algert uppáhaldspil hjá þeim sem hafa opinn huga og lifandi ímyndunarafl. Þú annaðhvort elskar þetta spil eða átt ekki séns. Öllum finnst það þó frekar skemmtilegt (þeim freðnu, í nokkur skipti) eða súperskemmtilegt (þeim frjóu, aftur og aftur og aftur). Svo verður þú betri og betri í því sem þú spilar oftar.

  6. Avatar of Hann Þórsteinsdóttir

    Hann Þórsteinsdóttir (staðfestur eigandi)

    Geggjað spil! Reynir verulega á hugmyndaflugið og skapandi hugsun og ótrúlega gaman að spila þetta við börn líka.

  7. Avatar of Salóme

    Salóme

    Spil sem reynir á hugmyndaflugið. Svipað cards against humanity og líkum spilum að því leiti að spilarar reyna að vinna með því að spila því spili sem þeir telja að passi best við lýsingu stjórnanda. Stærsti kosturinn eru draumkenndar og fallegar myndir spilsins.

  8. Avatar of Hafdis karlsdottir

    Hafdis karlsdottir

    Æðislegt að eiga þetta spil. Það er svo vinalegt, einfalt og tekur stuttan tíma
    Eina sem er smá flokið er stigakerfið.

  9. Avatar of Óskar Örn

    Óskar Örn

    Gullfallegt spil og ef leikmenn eru í stuði getur þetta orðið mjög skemmtilegt og ævintýralegt. Kallar á frjótt ímyndunarafl og að hugsa út fyrir boxið.
    Stigatalningin eftir hverja umferð er kannski óþarflega tímafrek, en það er smáatriði.
    Þarf ekki að spila neitt mjög oft áður en maður er farinn að huga að því að kaupa viðbótarkort. Fjölskyldan fer að þekkja myndirnar og erfiðara verður að láta sér detta í hug hæfilega sniðugar vísbendingar án þess að endurtaka sig. Eða svo gerir það spilið bara meira krefjandi…?

  10. Avatar of Stefán Ingvar Vigfússon

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Ótrúlega flott spil sem reynir á skapandi hugsun leikmanna!

  11. Avatar of Kristinn Pálsson

    Kristinn Pálsson

    “Fimbulfamb með myndum” er lýsing sem ég nota á flesta, þá er þó þörf að þekkja Fimbulfamb. Þetta gerir þó það að verkum að leikmenn þurfa ekki sjálfir að leggja til myndir, vera frjóir í að skálda eða teikna. Myndirnar eru fallegar og frábærar. Þörf er á skapandi hugsun og góðum einföldum hugmyndum. Þægilegt fyrir alla leikmenn og breiðan aldur. Getur hentað vel með hóp sem er ekki vanur að spila eða þegar taka á léttara spil þar sem markmiðið er að setjast niður, spjalla og hafa gaman.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;