Dixit (ísl.)

(3 umsagnir viðskiptavina)

6.850 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 3-6 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Jean-Louis Roubira

Á lager

Vörunúmer: SPSF6-60076 Flokkar: , , , ,

Lýsing

Spil ársins 2010 og stórskemmtilegt fjölskyldu- og partýspil!

Dixit gengur út á að leikmenn skiptast á að vera sögumenn. Sögumaðurinn velur spjald af hendi og notar orð, setningu, hljóð, málshátt eða bara hvað sem er til að lýsa spjaldinu sínu. Það eru í raun og veru engin takmörk fyrir því hvað má segja og hægt er að sækja innblástur í ljóð, söngva, kvikmyndir, bókmenntir o.s.frv. Hinir leikmennirnir velja eitt af sínum spilum sem þeim finnst passa við lýsingu sögumannsins. Allir leggja spilið sem þeir völdu á hvolf, sögumaðurinn stokkar spilin og snýr þeim svo upp. Þá eiga allir að reyna að giska hvaða spjald sögumaðurinn á. Ef enginn giskar á rétt spjald — eða allir giska á það — þá fær sögumaðurinn engin stig. Kúnstin fyrir sögumanninn er því að segja eitthvað sem hvorki segir of mikið né of lítið til um hvað er á spjaldinu, þannig að sem líklegast verði að einhverjir leikmenn kjósi rétt en ekki allir.

Spilið inniheldur 84 gullfalleg spjöld með mismunandi myndum eftir listakonuna Marie Cardouat sem kitla ýmindunaraflið með, oft á tíðum, hnyttnum og óútreiknanlegaum afleiðingum.

Dixit er smellið og skemmtilegt spil fyrir alla, jafnt unga sem aldna. Þetta margverðlaunaða fjölskyldu- og partýspil hefur farið sigurför um heiminn og var meðal annars valið „Spil ársins 2010“ í Þýskalandi (Spiel des Jahres).

Nánari upplýsingar

Framleiðandi

Asmodee

Fjöldi spilara

3-6

Aldur

8+

Spilatími

30 mín.

Verðlaun

Spiel Des Jahres

Reglur

http://spilareglur.spilavinir.is/dixit.pdf

Aldur

8 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

3, 4, 5, 6

3 umsagnir um Dixit (ísl.)

 1. Siggi

  Bráðskemmtilegt spil, skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.

 2. Petrína

  Hægt að spila á marga vegu og bæði börn og fullorðnir hjá okkur höfðu mjög gaman að því.

 3. Inga Sörens.

  Frábært spil sem stóðst allar mínar væntingar.
  Leikur sem er síbreytilegur eftir því hverjir spila og hvað maður gerir ( t.d. hægt fyrir vana spilara að hafa þemu, eins og t.d. mátt bara segja nöfn á bíómyndum, eða bara syngja lagstúfa, eða hvað sem manni dettur í hug!) Stórkostlega fallegar myndir og mjög fallegt spil.
  Spil sem ýtir aðeins undir ímyndunaraflið en fer með fjölskylduskemmtunina á næsta stig.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.