Dinosaur Tea Party

(3 umsagnir viðskiptavina)

5.230 kr.

Aldur: 7 ára og eldri
Fjöldi: 3 til 5 leikmenn
Spilatími: 15-30 mín.
Höfundur: Rob Daviau, JR Honeycutt, Justin D. Jacobson

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: REO9005 Flokkur:
Skoðað: 117

Viltu einn mola eða tvo, gæskan?

Allir sem eru einhver vilja vera boðið í hárfína teboðið í Dinoton Abbey. Nú eruð þið öll komin í ykkar fínasta púss, og eruð tilbúin í te og hjal um allt og ekkert. Það er einn hængur á: Þú manst ekki hvað neinn heitir. Hver er þessi þarna með gælukjúklinginn? Er það Jeannine? Beatriz? Ó, nei! Ef þú gætir þín ekki, þá gætir þú endað sem slúðrið sem gengur manna á milli.

Dinosaur Tea Party er afleiðsluspil fyrir 3-5 af tegundinni Homo Sapiens. Hver leikmaður fær spil með einni risaeðlu, og svo skiptast leikmenn á að spyrja hvern annan spurninga, eða giska á nafn þeirra. Ef einhver giskar rétt á nafn þinnar risaeðlu, þá dregur þú nýja, og sú sem giskaði rétt fær sykurmola að launum. Fyrsti leikmaðurinn sem fær þrjá sykurmola sigrar spilið.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

3 umsagnir um Dinosaur Tea Party

  1. Avatar of MyraMidnight

    MyraMidnight

    Þetta er svo fallegt spil, endurgerð á klassísku spili sem heppnaðist rosalega vel.
    Boxið var miklu minna en ég ímyndaði mér (bara 20x20cm), sem er alveg snild.
    Reddaði mér bókaplasti til að vernda risaeðlu spjöldin til framtíðar fyrst það eru börn á heimilinu hjá mér.

  2. Avatar of Kristinn Pálsson

    Kristinn Pálsson

    Spilið er í anda “Gettu hver?” eða “Guess Who?” sem margir þekkja. Spilast þó með fleiri leikmönnum þar sem allir eru með dulið hlutverk sem að er á borðinu. Teikningarnar eru rosalega fallegar og því gaman að leita að og bera saman einkenni á risaeðlum sem leitað er að.
    Spilið gefur kost á að spila einfaldari og erfiðari útgáfu þess og því aðlagar það sig ólíkum aldrushópum barna.

  3. Avatar of Þorri

    Þorri

    Þetta spil sló strax í gegn hjá okkur, bæði með börnum og fullorðnum. Gullfalleg útfærsla á eldra spili sem spilast líkt og „Gettu hver“. Ef þú getur giskað rétt á hvaða risaeðla einhver er, þá færðu sykurmola að launum og hinn leikmaðurinn fær nýja risaeðlu til að vera. Fyrsti leikmaðurinn upp í 3 sykurmola sigrar.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;