Morðgáta fyrir 6-8 leikmenn.
Fyrir allnokkru síðan bauð höfuð fjölskyldunnar, gamli forstjórinn, hinn moldríki Anthony Westongrove börnunum sínum heim í herrasetrið að fagna 70 ára afmæli sínu.
Þegar allir fjölskyldumeðlimirnir voru komnir þennan föstudagseftirmiðdag, hófst veislan klukkan sjö um kvöldið, og lofaði góðu…
En afmælisveislan endaði illa þegar það þurfti að koma Anthony í flýti upp á spítala þar sem honum leið eitthvað illa. Fjölskyldan beið á meðan fregna á Westongrove herrasetrinu. Í dag, á laugardagseftirmiðdegi, mátti Anthony loks koma heim frá spítalanum. Það kom í ljós að líðan hans tengdist því að eitrað hafði verið fyrir honum. Einhver í fjölskyldunni virðist hafa viljað hann feigann.
Anthony óskar þess að leysa málið innan fjölskyldunnar, sem er ástæða þess að þið eruð öll hér saman komin. Spurningin er: Hvað gerðist í gærkvöldi? Hver reyndi að myrða Westongrove?
Höfundar spilsins hafa tekið saman myndabanka til að koma ykkur í gírinn.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar