Concordia

10.960 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 5 leikmenn
Spilatími: 100 mín.
Höfundur: Mac Gerdts

Á lager

Vörunúmer: SPSF2-RGG499 Flokkar: ,

Lýsing

Fyrir tvö þúsund árum réði Rómverska heimsveldið löndunum í kringum Miðjarðarhafið. Landamærin og héröðin voru friðsæl, lög og regla réðu ríkjum, og sameiginleg mynt. Viðskipti voru mikil á svæðinu og byggðu undir veldi rómverskra ætta sem ferðuðust um borgirnar. Leikmenn stjórna einni slíkri ætt og senda landnema sína til fjarlægustu hluta veldisins, spinna verslunarnetið sitt, og halda tryggð við réttu guðina — allt til þess að sigra!

Concordia er friðsælt kænskuspil sem gerist á tímum Rómverja. Í stað þess að nota heppni í teningakasti eða spilum, þá þurfa leikmenn að treysta á eigið hyggjuvit. Fylgist vel með andstæðingunum til að ráða í hver markmið þeirra eru og hvar þið getið tekið fram úr. Í spilinu eru landnemar sendir út frá Róm til að setjast að í borgum sem framleiða múrsteina, mat, verkfæri, vín og klæði. Hver leikmaður byrjar með sama sett af spilum og nær sér í fleiri spil á meðan á spilinu stendur. Þessi spil gegna tveimur hlutverkum:

  1. Þau gera leikmönnum kleift að velja aðgerðir í spilinu.
  2. Þau gilda sem stig í lok spilsins.

Concordia er kænskuspil þar sem þarf að áætla fram í tímann og sjá fyrir hreyfingar andstæðinganna. Hvert spil er öðruvísi, því röðun spilanna sem eru til sölu er alltaf mismunandi, og líka framleiðslan í borgunum. (Önnur hlið kortsins sýnir Róverska heimsveldið með 30 borgum fyrir 3-5 leikmenn, og hin sýnir Rómversku Ítalíu með 25 borgum fyrir 2-4 leikmenn.) Þegar öll spilin hafa verið seld, eða fyrsti leikmaðurinn byggir 15. húsið sitt, þá lýkur spilinu. Leikmaðurinn sem er með flest stig frá guðunum (Júpíter, Satúrnus, Merkúr, Mínerva, Vesta o.fl.) vinnur spilið.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2015 Nederlandse Spellenprijs Best Expert Game – Sigurvegari
  • 2014 Kennerspiel des Jahres – Tilnefning
  • 2014 Jogo do Ano – Tilnefning
  • 2014 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player – Tilnefning
  • 2013 Meeples’ Choice – Sigurvegari

Nánari upplýsingar

Fjöldi leikmanna

2, 3, 4, 5

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Concordia”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þér gæti einnig líkað við…