Color Code er skemmtilega einfalt spil sem snýst um að túlka orð með litum, og vona að hinir skilji þig.
Þegar þú átt að gera, þá færðu þrjú orð, eins og til dæmis New York, tíska, og Hollywood. Svo þarftu að velja úr litunum sem eru í boði og velja einn lit fyrir hvert orð. Næst þurfa allir (nema þú) að reyna að giska á hvaða liti þú valdir.
Úr þessu verða alveg stórskemmtilegar umræður um það hvernig fólk tengir saman liti og staði, hugtök og fleira.
Linda Rós –
Ótrúlega skemmtilegt og öðruvísi partýspil. Búin að spila í nokkrum mismunandi hópum og það hafa allir skoðun á litum og það myndast svo skemmtilegar umræður. Mæli með ✔️