Lýsing
Hið sígilda Clue (einnig þekkt sem Cluedo) í sinni upphaflegu mynd.
Í Clue bregða leikmenn sér í hlutverk fólks sem var á staðnum þegar Herra Svartur var myrtur. Leikmenn þurfa að fara á milli herbergja og reyna að komast að því hvernig glæpurinn var framinn : Hver var það? Með hvaða vopni gerði hann það? Í hvaða herbergi var glæpurinn framinn.
Spennandi og skemmtilegt spil sem hefur átt sinn sess í spilamenningunni í tugi ára.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar