Clans of Caledonia

10.820 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 4 leikmenn
Spilatími: 30-120 mín.
Höfundur: Juma Al-JouJou

Ekki til á lager

Þú þarft að skrá þig inn til að geta skráð þig á biðlistann. Vinsamlegast skráðu þig inn eða búðu til aðgang
Vörunúmer: KARCLOCA01 Flokkar: ,

Lýsing

Clans of Caledonia er miðlungsþungt spil sem gerist í Skotlandi á 18. öld. Á þessum tíma var Skotland að þróast úr bændasamfélagi í iðnaðarsamfélag sem reiðir sig á viðskipti og útflutning. Matvælaframleiðsla jókst gífurlega á þessum tíma til að fæða sístækkandi þjóð. Í stað líns kom ódýr bómull, og sauðkindin fékk aukið mikilvægi. Brugghúsum fjölgaði og viskí varð að einum helsta áfenga drykk Evrópu.

Leikmenn taka að sér að leiða ættbálka sem hver hefur sína eiginleika og keppast um að framleiða, versla með og flytja út vörur frá bændum, og auðvitað viskí!

Spilaðar eru fimm umferðir, þar sem hver umferð er tekin í þremur hlutum:

  1. Leikmenn framkvæma aðgerðir
  2. Framleiðsla á sér stað
  3. Umferðin skoruð

1. Leikmenn skiptast á um að framkvæma eina af átta aðgerðum: byggja, uppfæra, versla, og flytja út. Þegar leikmönnum vantar pening, þá segja þeir pass og fá “pass” bónus.

2. Þegar framleiðslan á sér stað, þá fá leikmenn aðföngin sín, og pening fyrir það sem þeir byggja. Hver eining sem byggð er sést á mottu hvers leikmanns. Unnar vörur krefjast grunn-aðfanga.

3. Leikmenn fá stig út frá breytilegu skori umferðarinnar.

Í spilinu eru átta mismunandi ættbálkar, spilaborð með 16 mismunandi samsetningum, átta hafnarbónusum og átta skorflísum.

VERÐLAUN OG TILNEFNINGAR

  • 2017 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
  • 2017 Golden Geek Best Strategy Board Game – Tilnefning
  • 2017 Cardboard Republic Architect Laurel – Tilnefning

 

Nánari upplýsingar

Aldur

12 ára og eldri

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Clans of Caledonia”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.