Leikmenn reyna að byggja hverfi sem eru virði eins til átta stiga. Þegar einhver hefur byggt átta hverfi er leikurinn búinn eftir þá umferð og leikmaðurinn með hæstu stigatöluna sigrar. Til að gera leikinn spennandi og skemmtilegri velja leikmenn ákveðin hlutverk til að leika í hverri umferð sem gefa þeim sérstaka hæfileika í umferðinni. Þar er til dæmis hægt að velja arkitektinn sem getur byggt meira en eitt hverfi í umferð, þjófinn til að stela peningum frá öðrum eða launmorðingjann til að drepa annan leikmann í umferðinni.
Stórglæsilegur spilastokkaleikur eftir Bruno Faidutti.
Hafdís –
Ágætis spil en betra að hafa minnst 3 að spila og er einfalt að læra enda geta 10 ára börn spilað með þrátt fyrir að vera nógu áhugavert fyrir fullorðna