Century: Spice Road

(4 umsagnir viðskiptavina)

6.780 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 30-45 mínútur
Hönnuður: Emerson Matsuuchi

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSF1-40000 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 78

spilavinir reglur a netinuCentury: Spice Road er fyrsta spilið í þriggja spila seríu sem fjallar um eina öld, og hefur krydd sem þema í fyrsta spilinu. Í Century: Spice Road eru leikmenn kryddkaupmenn sem ferðast eftir Silkiveginum fræga að kaupa og selja krydd til að öðlast frægð og frama. Í hverri umferð fá leikmenn að velja um eina af eftirfarandi aðgerðum:

  • Koma á verslunarleið (með því að taka sér markaðsspil)
  • Skipta á kryddum eða fá uppskeru (með því að spila út spili af hendi)
  • Uppfylla kröfur (með því að eiga krydd fyrir stigaspili og taka það)
  • Hvíla sig (með því að taka bunkann sinn aftur á hendi)

Síðasta umferðin hefst þegar einhver hefur tekið fimmta stigaspilið sitt, svo sigrar sá sem er með flest stig.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2017 Tric Trac – Tilnefning
  • 2017 Spiel der Spiele Hit mit Freunden – Meðmæli
  • 2017 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player – Tilnefning
  • 2017 Gouden Ludo Best Family Game – Tilnefning
  • 2017 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
  • 2017 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2017 Golden Geek Best Card Game – Sigurvegari

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla
Útgefandi

4 umsagnir um Century: Spice Road

  1. Avatar of Hildur H

    Hildur H

    Skemmtilegt fjölskylduspil þar sem reynir á útsjónarsemi, mæli með.

  2. Avatar of Vigdís Arna

    Vigdís Arna

    Skemmtilegt spil!
    Mæli með!

  3. Avatar of Kristinn Pálsson

    Kristinn Pálsson

    Gjörsamlega frábært spil. Minn hópur kallar nær alltaf á þetta. Auðvelt að byrja og setja það upp. Nokkuð einfalt að koma nýjum leikmönnum inn í spilið.
    Spilast hratt og nær engin bið eftir að gera. Mér finnst það best með 4 leikmönnum en skalast líka vel. Þú þarft að hugsa nokkra leiki fram í tímann og fylgjast vel með því hvað hinir leikmennirnir eru að gera. Hugarleikur í fallegum búningi.

  4. Avatar of Stefán frá Deildartungu

    Stefán frá Deildartungu

    Mjög aðgengilegt spil en þó með mikið endurspilunargildi. Það gengur vel fyrir hvaða fjölda leikmanna sem er (2-5). Aðallega snýst spilið um að kaupa og selja krydd (kubba í mismunandi litum) til að safna samstæðum af kryddum sem gera leikmönnum kleyft að kaupa sér stigaspil. Það eru tvö önnur spil í Century línunni, sem öll snúast um að kaupa og selja vörur og það er hægt að blanda þeim saman á hvaða hátt sem er. ALLAR blöndur þessarar seríu eru góðar og ég get ekki mælt nógu mikið með þessu.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;