Catan: Sæfarar (viðbót)

(2 umsagnir viðskiptavina)

6.850 kr.

Enn meiri fjölbreytileiki fylgir þessari stækkun á Landnemunum á Catan. Með tilurð skipanna bætast einungis við örfáar nýjar reglur en óendalega margir möguleikar í spilun. Þetta er viðbót við Catan.

Availability: * Uppselt *

Vörunúmer: NOSF2-95414 Flokkur: Merki:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 66

CATAN… er komið í byggð. Til að smíða skip þarf timbur og ull. Skipin eru sett niður meðfram strandlengjunni og auðvitað einnig út á opið hafið – alltaf á mörkum tveggja sexhyrndra reita. Átta spennandi ævintýri bíða þín: Ferðastu í átt að nýjum ströndum, lifið af Eyjurnar fjórar og farðu í könnunarleiðangra um þokulögðu Eyjaálfuna. Eftir að hafa ferðast yfir eyðimörkina kemur þú að týndum ættbálki og kaupir af honum dásamleg efni fyrir Catan. Ef þú hefur nægan styrk til að verja Catan gegn árásum sjóræningja færðu að lokum að byggja hin ótrúlegu 5 undur Catans. Einnig er hægt að raða leikborðinu saman á þinn eigin máta með óteljandi útfærslum.

ATH: Þessi stækkun er ekki sjálfstætt spil! Einungis er hægt að spila hana með upprunalega spilinu Catan Stækkunin er hægt að nota með öllum útgáfum af Landnemunum á Catan sem innihalda spilakubba úr plasti. Hún passar hins vegar ekki við útgáfurnar af spilinu sem innihalda viðarspilakubba.

Spilatími

75 mín.

Aldur

8+

Fjöldi spilara

3-4

Framleiðandi

Nordic Games

Aldur

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla
Útgefandi

2 umsagnir um Catan: Sæfarar (viðbót)

  1. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Að mínu mati besti aukapakkin fyrir Catan. Ástæðan fyrir því er að hann bætir skemtilegum hlutum í leikin án þess að breyta eða flækja reglurnar of mikið.

  2. Avatar of Hafdís

    Hafdís

    Það þarf minnst 4 til að spila; 4 til 6 og er þetta minnst notaða viðbótin sem við vinirnir notum. En þetta er fjölbreytilegt spil með ýmsum mögulegum spilaaðferðum til að velja um

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;