Catan – Grunnspilið (Ísl.)

(11 umsagnir viðskiptavina)

6.750 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 3-4 leikmenn
Spilatími: 60-120 mín.
Höfundur: Klaus Teuber

Ekki til á lager

You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Vörunúmer: NOSF2-95148 Flokkar: , , ,

Lýsing

Margverðlaunað spil sem meðal annars var kosið „Spil aldarinnar“ árið 2000.

Catan skal hún heita, eyjan sem þið hafið uppgötvað. Byrjað er að stofna bæi og leggja vegi. Bæir þróast í borgir og verslun blómstrar. Fljótlega er eyjan orðin þéttsetin – og keppni um landsvæði, auðlindir og völd byrjar. Í lokin er aðeins eitt ljóst – það getur eingöngu einn orðið höfðingi á Catan. Eyðieyjan Catan samanstendur af 19 landsvæðum umkringdum sjó. Ykkar verkefni er að nema land á eyjunni. Til að ná í stig þarf að byggja bæi, leggja vegi og breyta bæjum í borgir. Ein borg gefur 2 stig. Til þess að geta byggt þarf hins vegar hráefni. Það ákvarðast með teningakasti. Til þess að geta unnið þarf að versla við hina landnemanna. Boðin eru skipti á hráefnum og á móti koma gagntilboð. Þegar samningar takast er hægt að nota hráefnin sem vantaði til að byggja nýjan bæ, borg eða veg. Sá landnemi sem fyrstur nær 10 stigum eða fleiri stigum sigrar og verður höfðingi Catan.

Leikborðið og spilaíhlutir hafa verið uppfærðir og íslenskar spilareglur og handbók fylgir með.

Nánari upplýsingar

Aldur

10 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

3, 4

11 umsagnir um Catan – Grunnspilið (Ísl.)

 1. Patrekur

  Mér finnst Catan mjög skemmtilegt spil

 2. Margrét

  Catan er eitt af fyrstu spilunum sem við hkónin eignuðumst. Við höfum átt það í um 16 ár og tökum það alltaf reglulega upp. Vinir okkar hafa flestir fjárfest í sínu eigin Catan eftir að hafa spilað það við okkur. Gott spil sem reynir á bæði kænsku og heppni. Mikil samskipti milli leikmanna meðan spilið varir sem mér finnst alltaf skemmtilegt. Mæli með að allir eigi sitt Catan. Endilega fáið kennslu í Spilavinum það er frekar flókið/tímafrekt að læra það eftir reglunum eingöngu en mjög einfalt að læra af öðrum.

 3. Þórhallur Ólafsson

  Eytt mörgum kvöldstundum að spila þetta. Mitt uppà halds spil

 4. Margrét

  Þetta er okkur uppáhalds spil,höfum átt það í 5 ár og fáum ekki leið af því.

 5. Halldóra

  Catan er uppáhaldsspilið mitt og hef ég spilað það reglulega í yfir 20 ár og fæ ekki leið á því. Það sem mér finnst best við spilið er að ólíkt t.d. Splendor, þá byggist spilið ekki bara á kænsku og útsjónarsemi heldur líka smá heppni og hæfni í mannlegum samskiptum.

 6. Vigdís Arna

  Catan er sígilt spil, hef enn ekki hitt manneskju sem finnst leiðinlegt að spila catan, það getur orðið svoldið langt spil samt en alltaf skemmtilegt, byggist á kænsku blandað við heppni, og mikið keppnisskap þegar það er spilað á mínu heimili! Mæli eindregið með catan ef þú hefur ekki prufað það!

 7. Sigríður M Skúladóttir

  Catan er eitt af fyrstu borðspilinu sem ég lærði og ég fæ.aldrei leið á því. Mæli 100%með því

 8. Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir

  Mitt upphálds spil.
  Ótrúlega skemmtilegt og hentar vel fyrir skemmtilegt fjölskyldukvöld.

 9. Magnús Halldór Pálsson

  Þetta er algjör klassík og ein af ástæðunum fyrir að ég sogaðist inn í þetta áhugamál. Ég spila Catan ekki eins mikið og ég gerði áður fyrr, en það er ennþá gaman að taka það fram og kenna nýjum spilurum.

  “Má ég bjóða þér kind fyrir þetta korn þitt?”

 10. Sigurður Jón

  Ég ætla ekki að segja mörg orð um Catan, það þekkja það flestir. Mér þykir hinsvegar vænt um þetta spil og ég hef alltaf gaman að því að spila það. Slefar í að vera skyldueign.
  Virkar ekki sem tveggja manna spil en er frábært þriggja til fjögurra manna spil. Ég myndi sennilega ekki nenna að spila það með fleirum, og til þess þarf að kaupa viðbót.
  Það er talsvert til af viðbótum við spilið en sú sem ég mæli helst með er Sæfara viðbótin. Annars er spilið fullkomlega frábært eitt og sér.
  9-10 ára er fínn lágmarksaldur, en auðvitað er hægt að fara neðar með það, sérstaklega á heimilum þar sem er þegar spilað talsvert, en þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Catan sé þegar einhverstaðar í hilluni.

  Ég get ekki annað en gefir Catan 5 stjörnur

 11. Harpa Hrund Bjarnadóttir

  Mest spilaðasta spil á okkar heimili, skyldueign á hvert heimili. Börnin okkar hafa byrjað að spila það um 6 ára aldur.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.