Cards Against Humanity

(22 umsagnir viðskiptavina)

6.450 kr.

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 4 til 30 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundar: Josh Dillon, Daniel Dranove, Eli Halpern, Ben Hantoot, David Munk, David Pinsof, Max Temkin, Eliot Weinstein

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 766150848472 Flokkur: Merki:

Varúð: Spilið er ekki fyrir börn.

„Partíspil fyrir hræðilegt fólk.“

Spilið byrjar á að dómarinn tekur sér svarta spurningu, eða fyllið-í-eyðurnar spil efst úr bunkanum og sýnir það öðrum spilurum. Hver leikmaður er með tíu svar-spil á hendi í upphafi hverrar umferðar, leggur eitt svar-spil á hvolfi hjá dómaranum (stundum tvö) spil og lætur engann sjá á spilið. Þegar allir hafa gert það, þá velur dómarinn spil sem honum finnst fyndnast. Leikmaðurinn sem átti það spil fær spurninguna sem stig, og þá fær leikmaðurinn vinstra megin við dómarann að vera næsti dómari. Spilað er þar til ákveðið er að hætta, og sá eða sú sem er með flest stig sigrar.

Spilið er byggt á Apples to Apples, sakleysislegu og vinsælu fjölskylduspili. En húmorinn í Cards Against Humanity er allt annar. Spilið hvetur beinlínis til að gera grín að öllum óþægilegum og forboðnum umræðuefnum eins og kynþætti, trúarbrögðum, kyni, fátækt, pyntingum, alkóhólisma, eiturlyfjum, kynlífi, fóstureyðingum, misnotkun á börnum, frægu fólki, og litlu pirringunum eins og „að búast við ropa og æla á gólfið“.

Svo eru nokkrar aukareglur. Fyrst, sum spil eru með „Veldu 2“ (e. Pick 2), eða spil sem krefjast þess að hver leikmaður leggi til tvö spil af hendi. Eins er veðmálsmöguleiki fyrir hendi. Ef spurningu spilað út og leikmaður heldur hann hafi tvö möguleg vinningsspil, þá má hann veðja einu af stigunum sínum til að spila út öðru svari. Ef leikmaðurinn sem vaðjaði sigrar, þá heldur hann spilinu sem hann borgaði með — en ef hann tapar, þá fær sá sem spilaði sigurspilinu út bæði stigin.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , , , ,

22 umsagnir um Cards Against Humanity

 1. Avatar of Sara

  Sara

  Þetta er eitt allra besta partýspil sem ég hef spilað. Hef spilað þetta í bæði stórum og minni hópum og virkar jafnvel fyrir bæði. Mæli með

 2. Avatar of Hildur H

  Hildur H

  Virkilega skemmtilegt spil og útkoman mismunandi eftir þeim hópum sem verið er að spila í. Mælið eindregið með því að hvert heimili eigi einn svona pakka 🙂

 3. Avatar of Unnur Ýr Konráðsdóttir

  Unnur Ýr Konráðsdóttir

  Ef þú hefur ekki prufað Cards Against Humanity þá giska ég á að þú hafir búið undir steini í fleiri ár. Þetta er partýspil sem bara klikkar ekki. Það sýnir þér nýja hlið á fólkinu í kringum þig og getur leitt til gráturs vegna hláturs . Mæli ekki með að þetta sé spilað í jólaboði með ömmu og afa.
  Mæli eindregið með!

 4. Avatar of Sigurlaug

  Sigurlaug

  Frábært partýspil!

 5. Avatar of Halldóra

  Halldóra

  Frábært partý/matarboðsspil. Mjög einfalt og fyndið.

 6. Avatar of Magni

  Magni

  Partýspil fyrir fullorðna, alveg ómissandi eign.

 7. Avatar of Klara

  Klara

  Ótrúlega gott partyspil! Hentar vel til þess að hrista upp í hópnum

 8. Avatar of Linda

  Linda

  Brjálæðislega fyndið hvernig sumar setningar koma út! Snilld í partýinu

 9. Avatar of Una Hildardóttir

  Una Hildardóttir

  Skemmtilegt spil fyrir alla með kolsvartann húmor. Hver vinnur er algjört aukaatriði.

 10. Avatar of Anna Margrét Kornelíusdóttir

  Anna Margrét Kornelíusdóttir

  Þetta er ótrúlega skemmtilegt og auðlært spil, fyrir alla þá sem hafa gaman að orðaleikjum og með dökkan húmor. Það er líka mjög gaman að bæta við expansion pökkum til að fríska upp á leikinn.

 11. Avatar of Lillian

  Lillian

  Algjör uppáhalds!!

 12. Avatar of Ásta Eydal

  Ásta Eydal

  Virkilega skemmtilegt spil og gaman að sjá hvernig upplifunin verður aldrei eins eftir því við hverja þú ert að spila!

 13. Avatar of Salóme

  Salóme

  Frábært spil með svartan húmor. Alls ekki fyrir viðkvæma. Þetta spil nýtur sín best í partýi með 5-6 spilara.

 14. Avatar of Rebekka R.

  Rebekka R.

  Það besta í partýið, sérstaklega nýja prentunin þar sem búið er að uppfæra mörg spil sem þótti erfitt að spila út áður og setja ný skemmtilegri í staðinn.

 15. Avatar of Þórdís

  Þórdís

  Mjög skemmtilegt spil sem alltaf er hægt að grípa í með góðum hópi. Svartur húmor sem gerir þetta fyndnara

 16. Avatar of Rúnar Þór

  Rúnar Þór

  Þetta er nauðsynlegt að spila í góðra vina hópi með svartan húmor eða sem eru bara fífl eins og þú haha

  Hrikalega fyndið spil en svo einfalt líka

 17. Avatar of Hafdis karlsdottir

  Hafdis karlsdottir

  Þetta tek ég með í partý fyrir unglinga og fullorðna

 18. Avatar of Ísak Jónsson

  Ísak Jónsson

  Algjörlega frábært partíspil. Spilist ekki með börnum. Ég mæli þó með að annað hvort fjarlægja sérlega óáhugaverð spil sem engin veit hvað þýða úr stokknum eða búa til húsreglu þar sem sá sem er að spyrja hina má í leiðinni skipta út tilteknu magni af sínum spilum.

 19. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

  Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

  Eitt af mínum uppáhalds partý spilum! Klikkar seint.

 20. Avatar of snædís

  snædís

  Skemmtilegt fyrir vinahópinn. Hentar ekki börnum þar sem þetta er svartur húmor og á ensku.

 21. Avatar of Guðrún Ragnarsdóttir

  Guðrún Ragnarsdóttir

  Klárlega með skemmtilegri partyleikjum þar sem flest er bara á rosalega gráu svæði. Gott fyrir fólk með svartan húmor

 22. Avatar of Eidur S.

  Eidur S.

  Gengur út á grafískan sjokk húmor sem verður fljótlega þreyttur.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top