Carcassonne (ísl.)

(7 umsagnir viðskiptavina)

5.650 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 30-45 mín.
Höfundur: Klaus-Jürgen Wrede

Vörunúmer: 49-7500 Flokkur: Merki: , ,
Skoðað: 664

Carcassonne er einfalt og snjallt borðspil, þar sem þátttakendur mæta nýjum áskorunum í hverjum leik.

Landslagið í Carcassonne er mótað með því að leggja niður flísar og raða þeim saman. Svæðið stækkar með hverri umferð og borgir, klaustur, vegir og akrar verða til. Með aðstoð föruneytis (þegna) í formi munka, riddara, ræningja og bænda, tryggja þátttakendur yfirráð sín á landinu og sópa þannig til sín sem flestum stigum. Þar sem föruneyti hvers þátttakanda er fáliðað, þarf að beita því af leikni. Gæta þarf þess að hafa nægu föruneyti á að skipa þegar leikurinn æsist.

Carcassonne hentar einstaklega vel fyrir tvo leikmenn. Lítinn undirbúning þarf fyrir spilið og auðvelt að setja nýja leikmenn inn í spilið og reglur þess. Síðan getur spilið vaxið og vaxið þar sem margar viðbætur eru til við Carcassonne.

Umfjöllun um Carcassonne á borðspil.is

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2012 Ludo Award Best Board Game Editor’s Choice – Sigurvegari
  • 2011 Jocul Anului în România Best Game in Romanian – Úrslit
  • 2004 Vuoden Peli Family Game of the Year – Sigurvegari
  • 2004 Hra roku – Tilnefning
  • 2002 Årets Spel Best Family Game – Sigurvegari
  • 2001 Spiel des Jahres – Sigurvegari
  • 2001 Spiel der Spiele Hit mit Freunden – Meðmæli
  • 2001 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
  • 2001 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
  • 2001 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game – Sigurvegari
  • 2000 Meeples’ Choice Award
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Útgefandi

Fjöldi púsla

7 umsagnir um Carcassonne (ísl.)

  1. Avatar of Svanhildur

    Svanhildur

    Ég held alltaf mikið upp á Carcassonne, eitt af spilunum sem kom mér inn á fullum krafti í borðspila heiminn . Einfaldar reglur en eins strategísk og við þann sem þú spilar. Frábært tveggjamanna spil en virkar líka mjög vel fyrir fleiri leikmenn. Fyrstu tvær viðbæturnar eru sérstaklega góðar.

  2. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Carcassonne er algerlega frábært spil, sérstaklega fyrir fjölskyldur og byrjendur. Reglurnar eru mjög einfaldar. Það lítur mjög skemtilega út á borðinu og engin leikur er eins. Spilið byggir á því að draga að handahófi spjöld sem að raðast saman og búa til konungsríki. Myndirnar á spjöldunum verða að passa við hver aðra, td ef ein hlið á spjaldi endar á vegi þá verður hliðin sem leggst upp að henni einnig að enda á vegi og þannig búa til sameigilegan veg. Það eru einnig kastalar, kirkjur og tún. Hver leikmaður hefur nokkra þegna (litla útskorna spítukalla í lit leikmannsins) sem hann/hún setur niður á eitthvað af þessum mannvirkjum og fær stig þegar að mannvirkið lokast á öllum hliðum, þar að segja hefur enga lausa enda. Stigin fara eftir stærð mannvirkisins.
    Þetta er einstaklega aðgengilegt spil sem spilast sérlega vel fyrir tvo, en fleiri geta vel spilað þó svo að það verði nokkuð snúið og þröngt þegar að 4 eða 5 koma að borðinu.
    Það er til heill hellingur af viðbótum við spilið. Þær eru ódýrar og skemtilegar. Hver viðbót hefur auka spjöld og yfirleitt eitthvað þema sem að bætist í leikin, svo sem dreka, kindur, turna, seiðkarla og jafnvel vaðslöngu.
    Grunnspilið sjálft hefur samt í raun allt sem þarf til að spila og hafa gaman og ekkert að þessum viðbótum er endilega nauðsynleg nema þá bara til að krydda upp á leikin eftir ítrekaðar spilanir.
    Ég get vel séð börn niður í 6 ára spila þetta ef þau hafa einhvern bakgrunn í spilum en 8 ára viðmiðið á kassanum er annars vel ígrundað.

  3. Avatar of Diskódís

    Diskódís

    Mér fannst það ekki mjög fljótlært, reglubæklingurinn ekki mjög skýr, það er aðal gagnrýni mín á spilið (við erum hundvant spilafólk), það þarf að gefa sér svolítinn tíma áður en maður ætlar að spila það í fyrsta sinn. Þegar maður er búinn að ná því er það auðspilað, fyndið og skemmtilegt. Það er auðvelt að kenna það þegar maður er einu sinni búinn að ná því og eftir það er þetta 4-5 stjörnu spil.

  4. Avatar of Baldur

    Baldur

    Gott rólegt spil

  5. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Mjög skemmtilegt spil, frekar einfalt að læra og spila. Tekur ekki of langan tíma en er aldrei eins. Maður þarf að nota útsjónasemi og einfaldan útreikning til að sigra og hugsa nokkur skref fram í tímann. Alltaf gott að hafa varaplan því það er líka einfalt að skemma fyrir plönum annarra.

  6. Avatar of Saga

    Saga

    Klassískt spil sem gaman og auðvelt er að grípa í. Hægt að spila það á ýmsa vegu en mér finnst sá með flestu og bestu bændurna oftast vinna. Gaman fyrir ung á sem aldna.

  7. Avatar of Inga Björk Matthíasdóttir

    Inga Björk Matthíasdóttir

    Eitt af mínum uppáhaldsspilum sem ég fæ ekki nóg af hvort sem það er í hópi eða við tvö heima. Viðbæturnar eru einning skemmtilegar og ótalmargar!

    Hef einnig spilað þetta með 3.bekk upp í vinnu við góðar undirtektir.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;