Fjörugt teningaspil fyrir fjölskylduna!
Í miðjunni eru þrjú peð í mismunandi litum. Allir kasta teningunum sínum í einu og reyna að fá þá alla með sama lit upp. Ef það tekst grípur þú peðið í sama lit – og það má ræna því af öðrum sem hefur það fyrir. En þegar búið er að taka öll peðin þá er umferðin búin og við fáum stig fyrir þau.