Bohnanza

(12 umsagnir viðskiptavina)

4.260 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 7 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Höfundur: Uwe Rosenberg

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSS2-BOHN Flokkur: Merki: ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 297

spilavinir reglur a netinuSkemmtilegt spilastokkaspil þar sem þátttakendur setja niður baunir í 2-3 akra og reyna að selja þær með eins miklum hagnaði og þeir geta. Þegar baunir eru seldar fást fleiri gullpeningar fyrir margar baunir af sömu tegund. Markmið spilsins er að vinna sér inn flesta gullpeninga með því að setja niður, taka upp og selja baunir. Ef leikmenn eru ekki fyrirhyggjusamir geta þeir neyðst til að þurfa að taka upp og selja baunirnar áður en þær þroskast og á lægra verði en þeir höfðu gert sér vonir um. Stundum fæst jafnvel ekkert gull fyrir uppskeruna.

Það sem gerir spilið sérstaklega áhugavert er að þið megið ekki endurraða spilunum á höndinni og verðið alltaf að spila út spilinu hægra megin. En þið megið skipta spilum út að vild — ef einhver samþykkir skiptin.

Þessi útgáfa af spilinu er fyrir 2-7 leikmenn og er með 154 spil í stokkinum.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2007 Juego del Año – Úrslit
  • 2005 Vuoden Peli Adult Game of the Year – Tilnefning
  • 2003 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
  • 1997 Spiel des Jahres – Meðmæli
  • 1997 Meeples Choice Award
  • 1997 Fairplay À la carte – Sigurvegari
Þyngd0,5 kg
Fjöldi púsla
Aldur
Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Útgefandi

12 umsagnir um Bohnanza

  1. Avatar of Svanhildur

    Svanhildur

    Baunaspilið er eitt af uppáhalds spilunum mínum, fer lítið fyrir því alltaf pláss fyrir það til að taka með í sumarbústaðinn. Spil þar sem leikmaður er að selja, skipta og rækta baunir, eins fáránlega það hljómar þetta er þetta fín skemmtun. Annar kostur þetta spil er fyrir 2-7 spilara

  2. Avatar of Margrét

    Margrét

    Ég er búin að eiga baunaspilið mitt í nokkur ár og það er alltaf jafn vinsælt. Það virkar flókið og óspennandi í byrjun en það er nokkuð einfalt. Mæli með að fólk fái kennslu á spilið í búðinni, það er mjög einfalt að læra það af öðrum. Það sem er einna skemmtilegast við þetta spil er að leikmenn eru í stöðugum samskiptum við hvorn annan og eru að víla og díla við hvorn annan allt spilið.

  3. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Eitt af uppáhalds spilunum mínum. Tekur þægilega lítið pláss á ferðalögum.
    Baunaspilið er mikið skemmtilegra en það hljómar og ég mæli með að gefa því tækifæri því það leynir virkilega á sér.

  4. Avatar of Salóme

    Salóme

    Algjör klassík. Þetta spil verður einhvern veginn aldrei þreytt. Mjög teygjanlegt fyrir mismunandi fjölda spilara og eitt af þessum fáu þar sem tveggja manna útfærslan er engu síðri. Svolítið flókið í byrjun fyrir óvana, en flestir komast fljótt upp á lagið. Besti hlutinn eru viðskiptaumræðurnar þegar verslað er með baunirnar. Mæli með að hvetja þær eins og hægt er.

  5. Avatar of Rebekka R.

    Rebekka R.

    Flókið á blaði og því best að vinda sér bara í prufu ef það eru nýir spilarar. Svo lærast reglurnar fljótt. Mér finnst skemmtilegast að vera fleiri saman. Erum oft mörg að spila svo frábært að það er fyrir allt að 7 án þess að til þurfi sérstakar viðbætur.

  6. Avatar of Bogi

    Bogi

    Frábært spil í ferðalagið. Kostur að tveir geti spilað en vissulega eykst skemmtanagildið eftir því sem fleiri spila. Verður einhvern veginn aldrei leiðinlegt og síðan má hressa upp á það með viðbótum sem hægt er að kaupa.

  7. Avatar of Hafdis karlsdottir

    Hafdis karlsdottir

    Vinsælt af fullorðins vinahópnum því það tekur ekki of langan tíma kannski 30 mín og það geta alveg 7 spilað. Þetta er líka ákveðin samvinna og þar með vinalegt spil

  8. Avatar of Sigridur B

    Sigridur B

    Klárlega það spil sem hefur komið mest á óvart. Að rækta baunir og selja hljómaði ekki mjög spennandi en þegar maður byrjar þú getur maður ekki hætt. Lang vinsælasta spilið heima hjá mér. Mikill kostur að sjö geti spilað í einu.

  9. Avatar of Stefán Ingvar Vigfússon

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Mjög einfalt og skemmtilegt byrjandaspil, stærsti gallinn er hvað það getur verið erfitt að sannfæra fólk sem ekki þekkir til hversu skemmtilegt það er í raun og veru. „Dýnamík hópsins er ósýnilegi leikmaðurinn við borðið“ segi ég stundum, í góðu gríni.

  10. Avatar of Hólmfríður María Bjarnardóttir

    Hólmfríður María Bjarnardóttir

    Þetta er eitt af mínum uppáhaldsspilum og ég tek það alltaf með á spilakvöld. Spilið snýst um að kaupa og selja baunir, hljómar ef til vill ekki spennandi en kemur skemmtilega á óvart. Ég bjóst ekki við að verða svona hrifin af viðskiptaspili en umræðurnar í þessu spili eru alltaf stórskemmtilegar. Ég mæli með að spila það með einhverjum kann það til að læra það, best að læra það þannig.

    Uwe Rosenberg, hönnuður spilsins, hefur hannað fleiri frábær spil, mæli með að kíkja á hann.

  11. Avatar of Guðrún Ragnarsdóttir

    Guðrún Ragnarsdóttir

    Þetta var lengi vel vinsælasta spilið a heimilinu, mjæg einfalt og skemmtilegt að safna þessum baunum :) og allir geta verið með

  12. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Fínt samningaspil. Gengur út á að vinna sér inn stig með því að safna baunum, hver baun veitir mismörg stig og þarf mismargar eins baunir til þess að geta skipt þeim út fyrir stig. Til þess að safna eins baunum þarf maður að skiptast á baunum við hina sem eru að spila.

    Kosturinn við spilið er að það er á mjög léttum og vinalegum nótum þar sem allir dunda sér við að rækta sínar baunir. Ef þér finnst ekki gaman að gera samninga og hjálpast að og keppa á sama tíma er þetta spil ekki fyrir þig.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;