Lýsing
Bloodborne: The Card Game er byggt á Chalice Dungeons úr tölvuleiknum Bloodborne — þar sem síbreytileg völundarhús, og grafir útskornar af Hinum Miklu undir hinni föllnu borg Yharnam, þar sem hræðilegar verur búa. Leikmenn keppast um að drepa skrímsli og ná blóði þeirra.
Almennt séð er Bloodborne spil um áhættustjórnun með smá hópsál, uppfærslum og taktík. Í upphafi hefur þú aðeins um einföld vopn að velja, sem þú getur svo uppfært til að bæta kombó og eiginleika.
Í hverri umferð ræðst eitt skrímsli (valið af handahófi) á leikmenn, sem berjast sem teymi þar sem allir spila út spili af hendi á sama tíma til að drepa skrímslið. Leikmenn safna blóði skrímslisins, að því gefnu að það drepist, sem fer eftir skaðanum sem það fékk. Skrímsli geta barið frá sér með teningum sem eiga möguleika á að valda óendanlegum skaða.
Leikmenn mega berjast eins lengi og þeir vilja, en ef þeir deyja í bardaga missa þeir allt sem þeir hafa unnið sér inn. Eins er hægt að sleppa bardaga til að geyma safnað blóð til frambúðar. Blóðið sem safnast eru stigin.
Eric Lang, höfundur spilsins, sagði: „Markmið mitt með Bloodborne var að ná spennunni og vonbrigðunum á milli leikmanna sem eru í tölvuleiknum. Fullt af dauða.“
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2017 Dragon Awards Best Science Fiction or Fantasy Miniatures/Collectible Card/Role Playing Game – Tilnefning
Magni –
Kom virkilega á óvart þar sem Dark Souls (Byggt á hliðstæðum tölvuleik) er algert klúður en þetta er alveg þrusufínt spil.
Auðvelt að henda þessu á borðið, skemmtilegt “svikara” element í þessu.