Lýsing

Í Blood Rage er hver leikmaður með sinn eiginn víkinga-ættbálk, hermenn, leiðtoga og skip. Ragnarök eru komin og heimsendir í nánd! Nú er síðasta tækifæri víkinganna til að falla með sæmd og tryggja sér sæti í Valhöll við hlið Óðins! Sem víkingur getur þú ráðist á og rænt lönd þér til dýrðar, barið niður óvini þína í stórum bardögum, farið í leiðangra, byggt upp ættina, eða jafnvel dáið dýrðardauða í bardaga eða í Ragnarökum, hinum óumflýjanlega lokadómi.