Skoðað: 740

Bekkjarkvöld með Spilavinum í meira en 15 ár

Bekkjarkvöld Spilavina eru gríðarlega vinsæl, og hafa vaxið ár frá ári. Starfsfólk Spilavina er með mikla reynslu í að kenna á bekkjarkvöldum hjá öllum aldursstigum grunnskólans. Á bekkjarkvöldum kemur starfsfólk okkar með allskyns spil sem eru sérstaklega valin og henta fyrir hvern hóp. Við mætum í skólann til ykkar og erum með allt frá rólegum kænskuspilum til ærslafullra keppnisspila. Spilað er í klukkutíma þannig að allir ná að prófa tvö til fjögur spil um kvöldið. Spilavinir hjálpa til við að byrja hvert spil með því að kenna reglurnar og eru alltaf til taks til að aðstoða við spilin.

Algengt að foreldrar sjái um veitingar sem byrja um hálftíma áður. Þá þarf að gera ráð fyrir að hafa nokkur tóm borð svo hægt sé að stilla upp spilum og gera klárt á meðan þið klárið að borða. Borðhaldi þarf að vera lokið til að hægt sé að byrja að spila.

Spilavinir byggja bekkjarkvöldin á hugmyndinni um fjölskyldustund og spilakvöldin snúast um samverustundir með fjölskyldu og vinum.

Vinsamlegast athugið: Gert er ráð fyrir þátttöku foreldra eða forráðamanna á spilakvöldunum og við miðum við að það sé að minnsta kosti eitt foreldri með í hverju spili.

Bekkjarkvöld utan höfuðborgarsvæðisins

Að sjálfsögðu erum við til í að hitta skemmtilegt fólk hvar sem það er búsett á landinu. Þau kvöld eru eins, nema við þurfum náttúrulega að komast á staðinn. Verð á þeim kvöldum þarf að semja sérstaklega um. Hafið samband með tölvupósti til að stilla upp skemmtilegu bekkjarkvöldi utan höfuðborgarsvæðisins.

Hvernig á að velja fjöldann?

Veljið fjölda barna sem er í bekknum, ekki áætlaðan fjölda þeirra sem mæta. Það er betra að hafa of margt starfsfólk ef einhverjir mæta ekki, heldur en að starfsfólk okkar geti ekki sinnt hópnum vegna fjöldans.

Bekkjarkvöld

kr.

+ 24.000 kr.
+ 30.500 kr.

Skyldar vörur


Spilakvöld fyrir fjölskyldur og fyrirtæki hjá Spilavinum.

Spilakvöld fyrir fjölskyldur og fyrirtæki

gjafabref 3stk

Gjafabréf í Spilavinum

Karfa
;